Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Bólivar

 

Bubbi - Plágan
Plágan 1981

Lag: Bubbi Morthens, texti: Rudyard, úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar

Karlar sjö úr öllum áttum
eiga hafnarfrí.
Fullir inn á fyrstu knæpu
frjálsir menn á ný.
Við skulum drengir drekka og slást
dreypa á stelpurnar.
Við sem yfir Fetlaflóa
fleyttum „Bólivar“.

Rambaði hann í hvítum mekki
hrikti í nagla og ró.
Kolin uppi, laus í löðri
lestin hálf af sjó.
Lekadallur djöfuls sleði
dæmdra manna far
svona út á Fetlaflóa
flaut hann „Bólivar“.
Baksaði eins og særður sjófugl
sífellt út á hlið.
Umdi og glumdi eins og smiðja
ágjöf hverja við.
Aðeins stromp og eina siglu yfir löðrið bar.
Svona var um Fetlaflóa
að fleyta „Bólivar“.

Sjó um þilfar, kol um kjalsog
kuggsins fyllti í senn.
Skinn úr lófum, frosnir fætur
feigðartrylltir menn.
Fari hann þá sem fyrst í víti
fái hann lending þar!
Loks varð bæn á Fetlaflóa
fyrir „Bólivar“.

Aldrei hvíld – í hæsta lagi
hálfmók andartak.
Ryðnaglarnir sviptust sundur
súð og þilfar lak.
Áttavitinn elti skott sitt
eins og köttur snar.
Það var syðst á Fetlaflóa
á ferð með „Bólivar“.

Skall þá yfir skell að aftan.
Skipstjórinn hló og kvað:
„Hjólið fór til vítis vinir!
Vindurnar af stað!
Festið strax úr stýrishausnum
streng á trissurnar!“
Svona loks um Fetlaflóann
fleytt var „Bólivar“.

Eins og brenglað, beyglað, hrúgald
bik og ryð í graut
baksaði hann til Bilbaó
með bilað stýri -og flaut!
Ræflum sjö á hripið lögðu
í hinsta ferðalag.
Drottins storma tókst að trompa
og taka af Ægi slag!

Karlar sjö sem voru í víti
vappa í land á ný.
Fullir inn á fyrstu knæpu
frjálsir menn á ný.
En hvernig er með eigendurna
er eigi gleði þar?
Yfir því að heim í höfn
komst hripið „Bólivar“?

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Ljóðið, sem fengið er úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar er c.a. helmingi lengra, en Bubbi nýtir sér aðeins annaðhvert erindi ljóðsins.  

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.