Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Við trúðum blint

 

Ego - Í mynd
Í mynd 1982

Lag Ego, texti: Bubbi Morthens

Ó, segðu mér faðir hvað fengum við
í erfðir frá þér og þínum.
Græna reiti, stálgrá hús
ábyrgð sem hæfir svínum.

Þú lagðir þá skyldu á herðar oss
að bylta, berjast og breytast.
Við skilnaðinn gafstu votan koss
gamall, farinn að þreytast.

Við trúðum blint á vísdóm þinn
allt var reynt til þrautar.
Allir áttu að hugsa um garðinn sinn
hélstu að enginn mundi hlaupa.

Á hlaupum við leituðum sannleikans
sem reyndist vinafár.
Við leituðum í dópi, stigum djöfladans
ó, ég man ekki hversu mörg ár.

Ég veit það núna, faðir minn
eftir öll þessi ár.
Sannleikur þinn er ekki sannleikur minn
þó stundum geti hann verið sár.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.