Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Dauðakynslóðin

 

Ego - Í mynd
Í mynd

Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens

Þú fæðist inn í þennan heim
allir þig lofa og prísa.
Umhyggja, ástúð er bleyjan hrein
í myrkrinu átt þú að lýsa.

Lítill drengur gleymdi sér
að heiman hverfur styggur.
inní draumalandið einn hann fer
þú horfir á eftir hryggur.

Það fyrsta sem skólinn kenndi þér
voru boðorðin tíu.
Á kostnað þinn kennarinn skemmti sér
skólinn átti enga hlýju.

Og presturinn sagði okkur sögu hans
þess á krossinum þú veist.
Vakti upp hatur í trylltum dans
Þegar Júdas fyrst þú leist.

Allt sem okkur var kennt og heilagt var
virtist kalla á fleiri svör.
Sannleikurinn, fannst hann þar
eða var hann lygi á hvers manns vör.

Hnefaréttinn við lærðum að þekkja
í stórborg með engin lög.
Við lærðum að ljúga, svíkja og blekkja
sváfum hjá dimmri gröf.

Andlegt fóður við fengum á prenti
endirinn gat komið í dag.
Hver var sá sem lífi sínu henti
söng síðan dauðanum lag.

Allt var falt fyrir seðla, gull
þú vissir best um það.
Yfir gröf þinni flaug lítill fugl
vindurinn fyrir sálum bað.

Firringin jókst frá degi til dags
ungt fólk missti móðinn.
Raddir bárust handan hafs
við erum dauðakynslóðin.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.