Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Landið var aldrei það sama

Lag og texti: Bubbi Morthens

Landið er fagurt og frítt
fannhvítir jöklana tindar.
Hafið skínandi blátt.
Himininn heiður og blár.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Landið var niðurnítt.

Á bakinu burðast þeir með
aldargömul gildi
ráðherra rökvanna
rúnir öllum sóma.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Og landið varð aldrei það sama.

Framsóknarframtíðin
sjálfstæðinsflokkur líka, (og samfylkingin)
Virkjunnar vildarmenn
vörður reistu úr áli.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Landið var niðurnítt.

Komandi kylslóðir erfa
kolsvarta fjallasýn.
Srídd skömm þeirra manna
sem sátu á þingi þinga.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Og landið varð aldrei það sama.

Landið var fagurt og frítt
er féll það í hendur manna.
rændu og rifu á hol.
Riðu burt feitum hesti.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Og landið varð aldrei það sama.

Landið er fagurt og frítt
fannhvítir jöklana tindar
Himininn heiður og blár
Hafið skínandi bjart.

1,2,3 álver
4,5,6, álver.

Níðingsverk gleymast aldrei.
1,2,3 álver
4,5,6, álver.
Og landið varð aldrei það sama.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi - 06 06 06 (2006)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.