Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1986

1. janúar 1986 var efnt til Listahátíðar Hótel Borgar og nýárskvöldi fagnað með skemmtun þar sem leikin var klassísk tónlist, skáld lásu úr verkum sínum og Haukur Morthens sá um sönginn. Veislustjórar voru þeir félagar Bubbi og Megas.
 

15. janúar 1986 var Bubbi mættur í stúdíó Sýrland til að syngja inn sinn hluta lags Sverris Stormsker - Þórður, sem er að finna á plötunni Lífsleiðin(n).  
 

16. janúar 1986 mætti var Blúskomapaníið með Blúskvöld á Hótel Borg og var það engin annar en Bubbi Morthens sem steig á svið með bandinu.
 

19. janúar 1986 hóf Sjónvarpið sýningu þáttaraðar undir heitinu - Kvöldstund með listamanni. Gestur fyrsta þáttarins var Bubbi Morthens, stjórnandi þáttarins Megas ræddi við Bubba um lífið, tilveruna og tónlistina ásamt því að fá Bubba til að flytja nokkur lög. Þátturinn vakti talsverða athygli og spunnust um hann nokkur blaðaskrif þar sem fólk ýmist hreifst eða hneykslaðist.
 

1986012122. janúar 1986 Þátturinn Á líðandi stundu í umsjón Ómars Ragnarssonar, Sigmundar Ernis og Agnesar Bragadóttur er á dagskrá sjónvarpsins. Í þetta sinn var sjónvarpað beint frá Sundahöfn en Dagsbrún áttiafnmæli þennan dag og var Guðmundur Jaki meðal gesta. Bubbi Morthens var fenginn til að koma og taka lagið og það kom mönnum á óvart að hann valdi lagið Biðin sem er hreinn og klár áróður á verkalýsðbaráttuna á þessum árum. Sagan segir að í kjölfar þess flutnings Bubba hafi verið haldinn neyðarfundur innan veggja Ríkisjónvarpsins þar sem rætt var hvernig koma mætti í veg fyrir slíkar uppákomur í nánustu framtíð.
 

26. janúar 1986 birti Morgunblaðið úrslit vinsældakönnurnar um nokur atriði íslenska poppsins. Vinsælasta hljómsveitin/tónlistarmaðurinn er Stuðmenn rétt fyrir ofan Bubba Morthens sem skartar öðru sæti. Vinsælast söngvarinn að mati lesenda var Bubbi Morthens og hann var líka besti laga og textasmiðurinn.
 

30. janúar 1986 var Bubbi á Hótel Borg. Líklega fyrstu sólótónleikar ársins. Hvað skyldi hann hafa spilað oft á þessum stað á fyrsta áratug ferilsins?
 

15. febrúar 1986 Grammið sendi á markað kassettuna Listisnekkjan Gloría. Innihaldið var ljóðalestur. Þar er t.d. að finna upplestur Bjarkar Guðmundsdóttur á eigin ljóðum. Þar flytur líka Geirlaugur Magnússon ljóð sín við kassagítarundirleik Bubba Morthens.
 

2. mars 1986 mátti sjá klausu í Morgunblaðinu þess efnis að Bubbi væri sestur á skólabekk. Í þetta sinn var það gítarnám hjá Eyþóri Þorlákssyni.
 

22. mars 1986 var frumsýningardagur myndarinnar Eins og skepnan deyr en fyrir þá mynd söng Bubbi inn tvö lög.
 

11. apríl 1986 Bubbi á miðri hringferð um landið. Á Egilsstöðum var upptökubandið með í för og voru tónleikarnir teknir upp. Eitt laganna sem Bubbi flutti þetta kvöld var Biðin og má heyra þá upptöku á plötunni Blús fyrir Rikka.
 

12. apríl 1986 Bubbi mættur til tónleikahalds á Seyðisfirði. Sem oftar í þessari hringferð um landið var upptökubandið sett í samband og tónleikarnir teknir upp. Meðal laga sem Bubbi flutti þetta kvöld og finna má á plötunni Blús fyrir Rikka voru: Syndandi í hafi móðurlífsins, Systir minna auðmýktu bræðra og Segulstöðvarblús.
 

apríl 1986. Það var um miðjan aprílmánuð sem Íslemskri tónlist var gerð skyl í Sænska útvarpinu í sérstökum þætti um íslenska tónlist. Meðal þess sem spilað var í þessum þætti lagið Blindsker á ensku. En þetta lag kom síðar út árið 1988 á plötunni Serbian flower og hét þar Freedom for sale. Líklegt verður að telja að þarna hafi verið fyrsta opinberun á efni þessarar plötu sem og því sem Bubbi var að vinna að í Svíþjóð á þessum tíma.
 

19. apríl 1986 voru Bubbi og Megas með tónleika í félagsheimilinu á Stykkishólmi. Samkvæmt fréttum síðar af þessum tónleikum settu þeir félagar eitt skilyrði fyrir tónleikahaldinu í Hólmanum  það var að ekkert áfengi yrði haft með höndum meðan tónleikarnir stæðu.
 

1. maí 1986 efnt Bubbi til tónleika á Hótel Borg af tilefni degi verkalýðsins. Gestur Bubba á þetta kvöld var Megas, eins og svo oft á þessum tíma. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og má heyra nokkur lagana á plötunni Blús fyrir Rikka. Til dæmis: Rómeó og Júlía, Meskalín, Talað við gluggann, Ísbjarnarblús og lag Megasar - Um skáldið Jónas.
 

3. júní 1986 hélt Bubbi í hljóðver og tók upp kassagítarefni til útgáfu á væntanlega safnplötu er innihalda átti kassagítarefni frá ýmsum tíma á ferlinum, auk laga frá tónleikum. Í einni session voru tekin upp lögin: Rauðir fánar, Blindsker, Skutullinn, Giftu þig 19, Í spegli Helgu, Blús fyrir Rikka og Haustið á liti auk þriggja erlendra blússtandarta: Rock Island line, Silver city bound og Let us walk together.
 

6. júní 1986 var aftur efnt til tónleika á Hótel Borg þar sem Bubbi flutti lög sín. Enn voru upptökutækin í gangi og hljóðritað fyrir plötuna Blús fyrir Rikka lögin: Litli hermaðurinn, Reykjavík brennur, Vilmundur og Skeggrótarblús.
 

20. júní 1986 kom á markað fyrsta sólóplata Bjarna Tryggva - Mitt líf bauðst eitthvað annað… Þar réttir Bubbi honum hjálparhönd með röddun í viðlagi lagsins Ástardraumurinn.
 

28 júní 1986 gaf Grammið út tvöföldu plötuna Blús fyrir Rikka, með Bubba. Þarna var trúbadúrinn alsráðandi. Efni plötunnar samanstendur af hljóðversupptökum og tónleikaupptökum frá ýmsum tíma. Allt frá laginu Eins og gengur, sem hljóðritað var innan veggja Ríkisútvarpsins í upphafi árs 1980 og til laga sem Bubbi hljóðritaði fyrir plötuna rúmum mánuð áður en hún kom út.
 

198607044. júlí 1986 Efnt var til blaðamannafundar á Hótel Borg þar sem Bubba var afhent gullplata fyrir 5000 seld eintök plötunnar Kona. Bubbi kynnti nýja sveit MX-21. Hana skipuðu auk Bubba; Þorsteinn Magnússon (gítar), Jakob Magnússon (bassi), Halldór Lárusson (trommur) og Hjörtur Howser (hljómborð). Myndin er tekin fyrir utan Hótel Borg við það tækifæri.
 

15. júlí 1986 gaf Grammið út takmarkað upplag plötunnar Blús fyrir Rikka sem pressuð voru í bláan vínil og eintökin númeruð og árituð af Bubba. Þessi sérútgáfa er nokkuð vilsæl eign meðal safnara í dag sem virðast til í að greiða nokkuð fyrir stykkið.
 

25. júlí 1986 efndi Bubbi til tónleika á veitingahúsinu Roxy til styrktar kvennaathvarfinu í Reykjavík. Hugmyndina hafði hann fengið eftir að hafa séð viðtal í fréttum ríkissjónvarpsins við Eddu V. Scheving, eina af starfskonum athvarfsins, þar sem rætt var um fjárþröng athvarfsins og að það stefndi í lokun þess. Bubbi hóf strax eftir fréttina að hóa í mannskap og ákvað að efna til tónleikaraðar til bjargar athvarfinu. Þessar aðgerðir Bubba vöktu athygli pressunnar og í kjölfarið tók þjóðin saman höndum um að gera það sem ríkisvaldið hafði ekki séð sóma sinn í, það er að sjá athvarfinu fyrir fjármagni til viðhalds rekstrinum.
 

27. júlí 1986 eða einum og hálfum mánuði eftir að Bubbi kynnti sveitina MX-21 urðu fyrstu mannabreytingarnar innan hennar. Hljómborðsleikarin Hjörtur Howser hvarf af sviðinu, í hans stað kom Lárus Halldór Grímsson.
 

19860818-218. ágúst 1986 Stórtónleikar á Arnarhóli í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Fyrr um daginn kom Bubbi fram ásamt hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og söng lagið Braggablús sem finna má á plötu Gunnars Reykjavíkurflugur Gunnars Þórðarsonar sem kom út um líkt leiti. Reyndar voru aðstandendur hálfhræddir við að ringdi og myndi skemma hljóðkerfi og því voru lögin leikin af bandi. Bubbi mætti þó í silfutlituðum jakkafötum sem hönnuð voru af Dóru Einars þar sem þessi mynd var tekin. Síðar um kvöldið hafði Bubbi haft fataskipti og kom Bubbi ásamt MX-21 fram á stórtónleikum þar sem allar helstu sveitir landsins voru mættar. Þar sýndi Bubbi fáir fóru í fötin hans þegar að sviðsframkomu kom. Á því sviði var hann jafnoki hvaða stórstjörnu sem var.
 

september 1986 hélt Bubbi í Hljóðrita og tók upp lagið Augun mín, sem er eina lagið sem hljóðritað var hérlendis af þeim 10 lögum sem eru á LP útgáfu plötunnar.
 

4. september 1986 lögðu Bubbi og MX-21 af stað í tónleikahald um landið en uppsetningin var að MX-21 léki með Bubba um helgar á dansleikjum en virku dagana kæmi Bubbi fram einn með gítarinn. Ferðin hófst á Siglufirði þar sem Bubbi og MXið léku og lauk ferðinni í Keflavík 26. september. Þá voru að baki 20 tónleikar eða dansleikir. Þrettán með trúbadornum og sjö með MX-21.
 

198610044. október 1986 Bubbi ásamt MX-21 efndi til tveggja stórtónleika í Austurbæjarbíói. Á fyrri tónleikunum sem hófust klukkan 19.00 hitaði hljómsveitin Ný augu upp með Bjarna Tryggva í fararbroddi en á þeim síðari sem hófust klukkan 22:00 voru það Langi Seli og Skuggarnir sem hituðu upp. Þegar upphitunarnúmerin höfðu lokið sínu hlutverki lék Bubbi einn með kassagítarinn og síðan stigu þeir félagar í MX-21 fram og allt var sett á fulla ferð.
 

11. október 1986 voru haldnir allsérstakir tónleikar í Íslensku Óperunni. Tilefni var leiðtogafundur milli forseta Bandaríkjana og Rússlands. Hér heim til Íslands mætti Joan Baez og efndi til tveggja tónleika í Íslensku óperunni. Á fyrri tónleikunum hitar Bubbi upp fyrir þennan margfræga boðbera friðar.
 

13. nóvember 1986 kom svo loks að því, platan Frelsi til sölu var gefin út. Platan fékk frábæra dóma gagnrýnenda sem töluðu um bestu plötu er út hafði komið á íslandi. Platan hertók alla vinsældalista og Bubbi átti 2 og 3 lög á topp 10 yfir vinsælustu lögin vikurnar eftir að platan kom út. Sama kvöld stóð djassvakning að sögulegum tónleikum á Hótel Borg því þar sungu þeir saman Bubbi, Haukur "frændi" Morthens og Megas.
 

1986121010. desember 1986 efndi Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi til að minna á baráttu sína en 10. desember er einmitt Mannrétindadagur Sameinuðuþjóðanna. Meðal þess sem boðið var upp á voru tónlistarmennirnir Megas, Ragga Gísla og Bubbi Morthens. Á þessari mynd má sjá þau á sviðinu á Lækjartorgi.
 

23. desember 1986 voru árlegir þorláksmessutónleikar Bubba, haldnir á Hótel Borg í annað sinn
 

19861231-131. desember 1986 kom Bubbi fram á áramótadansleik Ríkissjónvarps sem að þessu sinni var haldinn á veitingastaðnum Brodway í Breiðholti. Þar skoraði hann á Björgvin Halldórsson að stíga á svið með sér og spila eitt lag. Björgvin tók áskoruninni og blúsaði á munnhörpuna undir söng og gítarleik Bubba. Þetta atvik varð umtalað þar sem Bubbi hafði 1980 sungið um löggiltan hálfvita sem hlustaði á Brimkló. Bubbi tjáði síðar í viðtali að með þessu hafi hann verið að storka fólki að ásettu ráði. Krídik hans forðum með laginu hefði ekki verið á Björgvin persónulega, heldur tónlistina sem þessar sveitir voru að framreiða. Björgvin væri hins vegar einn af þrem bestu munnhörpu-blúsleikurum landsins.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.