Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1987

Janúar 1987 bárust fréttir að væntanlegt væri lag Valgeirs Guðjónssonar í flutningi Bubba Morthens. Lagið samdi Valgeir að beiðni landlæknisembættisins til efla notkunn smokksins sem vörn gegn eyðni. En laginu var ætlað að verða hluti átaks í þessum efnum. Lagið fékk nokkra spilun eftir að það var sent útvarpsstöðvum til kynningar og náði 1. sæti vinsæladarlista útvarpsstöðva þrátt fyrir að hafa ekki komið út á plötu fyrr en 5 apríl þetta ár. Lagið er Vopn og verjur og skráðir flytjendur eru Varnaglarnir. (Sjá nánar 5. apríl 1987)
 

29. janúar 1987 Mættu Bubbi og Megas með vísnatónleika á Hótel Borg.
 

2. febrúar 1987 frumsýndi Friðrik Þór Friðriksson sína fyrstu bíókvikmynd Skytturnar, Í myndinni á Bubbi titillagið - Skyttan sem náði miklum vinsældum. 
 

3. og 4. febrúar 1987 Stórsveitin Smithereens með tónleika í Höllinni fyrir fullu húsi. Bubbi og MX-21 hituðu upp fyrir þá bæði kvöldin.
 

12. febrúar 1987 Nemendafélag Flensborgarskóla fagnar 15 ára afmæli skólans með tónleikum til styrktar Amnesty International. Bubbi Morthens er einn þeirra sem fram kom á tónleikunum.
 

26. febrúar 1987 Bubbi og MX-21 með tónleika í Sjallanum á Akureyri, Kvöldið eftir, föstudagur var sveitin í Íþróttahöllinni á Akureyri og 28. febrúar 20:30-21:30 var Bubbi í Sjallanum einn með kasagítarinn og síðar sama kvöld var hann í framvarðarsveit MX-21 í Víkurröst á Dalvík.
 

27. febrúar 1987 gaf Grammið út 12 tommu plötuna Skytturnar sem innihélt tónlist samnefndrar myndar Friðriks Þórs. Á A-hlið plötunnar er lag með Bubba og MX-21 en B-hliðin geymir þrjú lög með Sylkurmolunum.
 

1987031818. mars 1987 kom Bubbi fram á jazz- og blústónleikum á Hótel Borg sem meðlimur sveitar sem nefndi sig Blúshundarnir. Sveitina skipuðu þeir Björgvin Gíslason á gítar, Þorleifur Guðjónsson á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur, Guðmundur Ingólfsson á píanó og Bubbi Morthens gítar og söngur. Til gamans má geta þess að sveitin kom fram í nokkur skipti og einhverju sinni varð Bubbi að melda sig veikan skömmu fyrir tónleika, aðrir meðlimir ákváðu að koma fram en þá undir heitinu Blúshvolparnir. Þessi mynd er tekin af Árna Matt. af Bubba á Borginni 18. mars ásamt Blúshundunum.
 

25. mars 1987 Bubbi ásamt hópi annara koma fram á tónleikum á Lækjartorgi sem efnt var til vegna funda Norrænu Utanríkisráðherranna hér á landi. Eftir tónleikana var farið í kröfugöngu  undir kröfunni Kjarnorkulaus Norðurlönd. Talið er að um 500 manns hafi mætt á tónleikana og þá þótti það fréttnæmt að Yoko Ono sendi baráttuskeyti til stuðnings þessu framlagi Íslensku listamannana.
 

29. mars 1987 Félag Herstöðvarandstæðinga með baráttufund á Hótel Borg og Bubbi mætir og spilar.
 

4. apríl 1987 Helgarþáttur Hemma Gunn á Bylgjunni í beinni útsendingu frá Hótel Sögu þar sem Bubbi mætir og frumflytur lagið Mona Lísa. Þetta lag átti síðar eftir að skipta um heiti og nefnt Undir tungunar rót þegar hann ljáði Bjarna Arasyni það á hans fyrstu sólóplötu.
 

5. apríl 1987 Steinar hf gefur út safnplötuna Lífið er lag. Þar kemur Bubbi við sögu í tveim lögum. Annarsvegar lagið Skyttan sem er flutt af Bubba og MX-21 og svo lag Valgeirs Guðjónssonar, Vopn og verjur, í fluttningi Varnaglana
 

16. apríl 1987 Blúshundarnir á Hótel Borg. Bubbi Morthens, Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Guðmundur Ingólfsson og Þorleifur Guðjónsson.
 

20. apríl 1987 gaf Enigma út plötuna Geyser sem ætluð er á erlendan markað og inniheldur íslenskar pönk og nýbylgjusveitir. Bubbi og Das Kapital á þar lagið Svartur gítar. Platan var aldrei boðin í stóru upplagi hér heima og telst fágætur safngripur meðal plötusafnara.
 

25. apríl 1987 Kostningarvaka Sjónvarpsins. Fjölmargir listamenn komu fram í beinni útsendingu þ.á.m. Bubbi Morthens sem tók m.a. kassagítarútgáfur laga af Frelsi til sölu.
 

apríl 1987 komu Bubbi og MX-21 fram sem gestir á Músíktilraunum í Tónabæ. Áður en Bubbi steig á svið með sveitinni fékk ungur óþekktur gítarleikari að nafni Guðmundur Pétursson að spila tvö lög með MX-inu. En hann hafði áður heillað viðstadda með hreint frábærum gítarleik sem þótti minna á ekki minni mann en Hendrix. Guðmundur var liðsmaður Bláa bílskúrsbandsins sem tekið hafði þátt í keppninni en komst ekki í úrslit. Í dag má líklega fullyrða að fáir gítarleikarar hafi leikið inn á jafnmargar plötur og Guðmundur.
 

Júní 1997 Seinnihluta mánaðar lagði Bubbi upp í tónleikaferð um landið sem stóð út júlímánuð og á dagskránni voru yfir 20 tónleikar víðsvegar um landið.
 

3. júlí 1987 kom fyrsta Íslenska CD platan út sem ætluð var íslenskum markaði. Frelsi til sölu Á þeirri útgáfu er að finna fjögur aukalög. Sem ekki höfðu verið á vínyl útgáfunni.
 

10. júlí 1987 sendi Bubbi og MX-21 sendu frá sér tveggja laga tólf tommu plötuna Skapar fegurðin hamingjuna. Á B-hlið þessarar plötu er að finna lagið Búgí-Vúgí elskhuginn. En þarna skipa sveitina auk Bubba þeir Beggi á gítar, Siggi á hljómborð, Leifi á bassa og Dóri á trommur. Þegar litið er á nöfn hljómsveitarmeðlima sést að mannabreytingarnar höfðu orðið talsverðar, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
 

23. júlí 1987 efndi Bubbi til tónleika á Hótel Borg. Gestur hans þetta kvöld var Megas. Þetta voru fyrstu tónleikarnir sem Rás 2. sendi út í heild sinni með Bubba. Megin uppistaða þessara tónleika voru lög af væntanlegri plötu - Dögun.
 

31. júlí - 3. ágúst 1987 Bubbi ásamt MX-31 á á Húsafelli um verslunarmannahelgina. Bubbi opnaði hátíðna á Föstudeginum einn með gítarinn. Þá sló hann í pukk með Stuðmönnum sama dag. Á laugardagskvöldinu rokkaði hann með MX-21 og á sunnudeginum kom hann fram ásamt Valgeiri og Megasi á einskonar vísnastrengjum á sérstakri fjölskylduskemmtun.
 

8. ágúst 1987 Sögubrot að Norðan var heiti þáttar sem Stöð 2. sýndi þetta kvöld. Þar ræddi Bjarni Hafþór Helgason m.a. við Bubba sem flutti nokkur lög og m.a. frumflutti hann lagið Þjóðlag, ljóð Snorra Hjartarsonar en þetta lag var að finna á CD útgáfu plötunnar Frelsi til sölu.
 

1987081515. ágúst 1987 gaf Fálkinn út plötuna Reykjavíkurflugur sem var safnplata með ýmsum flytjendu á lögum í útsetningum Gunnars Þórðarssonar. Á plötunni er að finna lagið Braggablús í flutningi Bubba við undirleik hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. Sama dag mættu þeir Bubbi og Megas á Rykkrokk '87 í Breiðholtinu og sungu saman ein fjögur lög. Á myndinni má sjá þá félaga á sviðinu á Rykkrokki '87
 

16. ágúst 1987 Tónleikar í Kerinu í Grímsnesinu. Þetta verður að teljast með óvenjulegri tónleikum sögunnar, Allavega staðsetningin. En Bubbi er þar meðal þeirra fjölmörgu sem áttu að komu  fram á þessum tónleikum, en var afboðaður á síðustu stundu og í frétt um málið var sagt að vegna stúdíóvinnu hafi hann ekki átt heimanagengt. Bubbi missti þar með af því að taka þátt í einum óvenjulegustu tónleikum sögunnar. En það var Héraðssambandið Skarphéðinn sem stóð fyrir uppátækinu.

25. spetember 1987 Bubbi með tónleika í Utopiu, Suðurlandsbraut 26. En þetta voru auglýstir síðustu tónleikar Bubba á Reykjavíkursvæðinu að sinni.
 

6. október 1987 Fyrstu tónleikar Michelle Shocked af þrem sem hún hélt á veitingahúsinu Abracadabra og þetta kvöld hitaði Bubbi Morthens upp fyrir hana en hún hafði þá nýverið sent frá sér sína fystu sólóplötu.
 

1987111918. nóvember 1987 gaf Grammið út sólóplötu Bubba - Dögun. Platan sló í gegn um leið. Hún var seld í gull, þ.e.a.s. yfir 5000 eintök á útgáfudegi. Þetta vakti nokkra athygli og umfjöllun. Því CD útgáfa plötunnar kom ekki á markað fyrr í lok mánaðarins. Við þetta tækifæri var Bubba afhent gullplata fyrir Dögun. En samkvæmt reglum hefði Bubbi átt að fá platínum plötu en í sárabætur fékk hann eina slýka fyrir Frelsi til sölu. Á myndinni má sjá Bubba með gripina 2. á Hótel Borg við þetta tækifæri. (mynd: Bjarni)
 

19. nóvember 1987 kom Bubbi fram á Djass og blúskvöldi á Hótel Borg ásamt Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Megasi og Hauki Morthens.
 

21. nóvember 1987 voru haldnir útgáfutónleikar vegna plötunnar Lög Jóns Múla Árnasonar við lög Jónasar Árnasonar sem Almenna bókafélagið gaf út. En eins og flestir vita átti Bubbi þar flutning lagsins Við heimtum aukavinnu.
 

30. nóvember 1987 barst svo loks CD útgáfa plötunnar Dögun til landsins.
 

10. desember 1987 Bubbi er einn margra sem fram kom á hátíðardagskrá Amnesty International þar sem mannréttindegi Sameinuðuþjóðana var minnst.
 

1987121011. og 12. desember 1987 Bubbi með útgáfutónleika í Íslensku óperunni bæði kvöldin ásamt nokkrum meðlimum Þursaflokksins og annara aðstoðarsveina. Fullt var bæði kvöldin. Eins og svo oft byrjaði Bubbi einn með gítarinn áður en aðstoðarmenn stigu á svið. Þess má svo geta að Stöð 2. sýndi frá tónleikunum 16. desember. (mynd: MBL/Bjarni)
 

23. desember 1987 Árlegir Þorláksmessutónleikar á Borginni.
 

25. desember 1987 gengu þau að altarinu Bubbi Morthens og Brynja Gunnarsdóttir og giftu sig.

28. desember 1987 Heimildarmyndin Ást og stríð Eftir Önnu Björnsdóttur sýnd í Ríkissjónvarpinu. Bubbi flutti tvö lög í þessari mynd.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.