Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Árið 1974 Grunnurinn var lagður að ferlinum með því að spila og syngja hvar sem því var viðkomið. Þetta er árið sem Ísbjarnarblúsinn varð til og síðan hvert lagið og textinn á fætur öðru. Þetta er líka árið sem Bubbi kynntist Megasi. Hér er Bubbi á einhverri verbúðinni (líklega á Hornafirði) á landshornaflakki sínu sem farandverkamaður í maí 1974.
 

Janúar 2007 Netlistinn sem byggður er á sóttum og seldum lögum á Tónlist.is birtir lista yfir vinsælustu lögin 2006. Í efsta sæti listans sat lagið Með þér eftir Bubba Morthens í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Fram kemur í frétt með listanum að yfir 2000 eintök hafi selst af þessu lagi frá því það kom út sumarið 2006. 
 

Janúar 2006 fyrsti gestur ársins í húsi Bubba var flensa. Fyrsta uppákoman voru sem sagt veikindi en Bubbi var fljótur að ná sér og mætti kátur á á þá næstu sem var öllu meiri gleði.
 

2005_02_2828.febrúar 2005 var Bubbi fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að undirrita viðskiptasamnin er varðar STEFgreiðslur fyrir tónlist. Samningurinn sem Bubbi gerir við Sjóvá-Almennar fyrir milligöngu Íslandsbanka var til 10 ára og gengur í megindráttum út á að Bubbi fékk eingreiðslu við undirritun og í staðin fékk Sjóvá-Almennar Stef-greiðslur Bubba næstu tíu árin. Slíkir samningar höfðu verið velþekktir meðal stórra nafna erlendis en með þessum samningi var brotið blað hér á landi. Samningurinn rýrir á engan hátt höfundarétt Bubba, heldur er hér fyrst og fremst um framsal tekna að ræða sem þær mynda. Nokkurs misskylning gætti meðal almennings sem héldu að Bubbi hefi selt höfundarrétt sinn en svo var ekki.
 

febrúar 2004 bárust fréttir þess efnis að Egoið kæmi saman á ný, ekki var í upphafi ljóst hvaða liðskipan yrði á sveitinni en líklegast var þar um Magga trommara og síðan var á huldu hver bassaleikarinn yrði. Síðar kom í ljós að um endurreisn sveitarinnar var að ræða ekki endurkomu þeirrar sveitar sem kvatt hafði með sinni þriðju og síðust plötu árið 1984. Menn biðu því spenntir eftir hver liðskipanin yrði og voru uppi ýmsar getgátur í þeim efnum. 
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.