Main Header

Viska Einsteins

 

Utangarðsmenn - Geislavirkir
Geislavirkir 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens

Vaknaði upp í morgun,
vágfrétt barst til mín.
Írak, Íran, óskabrunnurinn.
Írak, Íran, sundur er slagæðin.
Svart blóð rennur ei til vesturs
eru það endalokin?

Spádómar þínir Nostradamus
gleymdir í reyk og ós
endalok Atlantis
eða fáum við grænt ljós.

Viska Einsteins, Guð minn góður
er okkar kvöl og böl.
Minnist Hiróshima
minnist þess skjálfandi og föl.

Því kannski í nótt eða á morgun
dómsdagurinn þokast nær.
Sú kynslóð sem fæðist í dag
dauðinn í henni grær.

Það stoðar lítt að biðja,
okkar tækifæri var í gær.
Golan strýkur þínar kinnar
geislavirkur blær.

Þegar endalokin koma
mun faðir lífsins afneita þér,
hann mun afneita okkur öllum
hann mun afneita sjálfum sér.

Hann mun sjá sín mistök
hve trú hans var barnaleg.
Hann sem gaf mannkyninu gáfur
til þess eins að tortíma sjálfu sér.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Utangarðsmenn sem oft gerðu ýmsar tilraunir með sög  og texta notuðu t.d. lagið við Viska Einsteins við textann sem síðar fékk heitið The Big Sleep og er sú upptaka t.d. að finna á 25 ára afmælisútgáfu plötunnar Geislavirkir (2005)

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.