Main Header

Blóðið er rautt

 

Utangarðsmenn - Geislavirkir
Geislavirkir 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens

Blóðið er rautt, himininn er blár
ég þekkti mann sem bjó í húsi í 50 ár
en núna stendur húsið, húsið stendur autt
og allt í kringum húsið það er orðið dautt.

Frambjóðandinn með ístruna sína
í ræðupúltinu segir hátt:
„Mér þykir það leitt að húsið skyldi hann missa
en malbikið á að liggja í þessa átt.

Leigubílstjórar á Miðnesheiði liggja
tína upp egg hátt og lágt.
Uppgötva allt í einu það er miðað á þá byssu
og sagt: „I’m sorry, en þetta nær ekki nokkurri átt”.

Vetnissprengjur í skýlunum liggja og tifa
allt þar inni er málað grátt
Fyrr eða síðar mun rauði síminn hringja
og skýlin verða opnuð upp á gátt.

Sprengjur munu fljúga, hljóðmúrinn kljúfa
en þær munu koma úr annarri átt
meðan allaballar á Íslandi hrista hausa hissa
verður klakinn sprengdur í smátt.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.