Main Header

Háflóð

 

Bubbi - Nóttin langa
Nóttin langa 1989

Lag og texti: Bubbi Morthens

Hvítir vaða dagar
votlendi hjartans
og vekja þig.

Frá yfirborði hugans
ég horfi niður í dýpið
á sjálfan mig.

Í rökkri óttans
hvíslar sálin:
Ég elska þig.

Meðan ómur þess liðna
gárar vatnið
og leggur sig.

Sveimar þú á glærum vængjum
það er kalt þarna inni.

Það er háflóð
úr augum þínum rennur
það er háflóð
og enni þitt brennur
það er háflóð
það skín í mánans tennur.

Já þú þú þú
ein getur vakið mig
já þú þú þú
ein getur vakið mig
já þú þú þú
ein getur vakið mig.
Og aldar gömul sorg vaknar.


Vinsældalistar
#1. sæti DV - Íslenski listinn (17.11.1989) 9. vikur á topp 10 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
  • Sönghópurinn Rjúkani - Rjúkandi (1994)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.