Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
NÓTA, frá plötunni Línudans: Þetta lag var samið handa fólkinu í verbúðarbragganum á Eskifirði árið '78
Þegar ég vaknaði um morguninn
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki
andlitið eins og postulín.
Við bryggjuna bátur vaggar hljótt
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði komdu fljótt
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.
Ef ég drukkna, drukkna í nótt
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt
þá vil ég á það minna.
Stál og hnífur er merki mitt
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Ísbjarnarblús (1980)
- Bubbi - Línudans (1983)
- Hörður, Bubbi, Megas - Hljómleikar í Háskólabíói (VHS 1988)
- Ýmsir - Forskot á sæluna (1991)*
- Bubbi - Ég er (1991)*
- Bubbi - Sögur 1980-1990 (1999)
- Ýmsir - Óskalögin 6 (2003)
- Bubbi - Ísbjarnarblús (2005)*
- Bubbi ; Stríð og friður - 06.06.06 (CD & DVD, 2006)*
- Ýmsir - 100 bestu lög lýðveldisins (2008)
- Ýmsir - Svona var 1980 (2008)
- Ýmsir - 100 Íslensk í ferðalagið (2009)
- Bubbi - Sögur af ást, landi og þjóð 19800 - 2010 (CD & DVD, 2010)
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
- Guðmundir Rúnar Lúðvíksson - Trúbador 1 (kassetta, 1992)
- Ýmsir ; Helga Margrét Marselíusardóttir og Dagný Hermannsdóttir - Þau bestu: Söngvarakeppni Æskunnar 1994 (1994)
- Papar - Í góðum sköpum (1995)