Main Header

Herbergi 7

 

Bubbi - Hvíta hliðin á svörtu
Hvíta hliðin á svörtu 1996

Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Lyktin var það fyrsta
sem ég tók eftir
blanda af ælu, svita, brundi
ásamt mygluðum pítsum.
Hörundið gljáandi
sjúklega fölt með rauðum blettum.

Áttu sígarettu spurði hún
lágri röddu.
Gegnumstungnar æðarnar
vældu í rökkrinu.
Barnið lá hreyfingarlaust
í horninu
þar sem hafði verið múrað upp í gluggann.

Kasettutækið þakið ló og ryki
þagði og horfði á vegginn
þar sem partur af heilanum hafði lent.
Hann fékk nóg
sagði hún.

Augu hennar voru botnlaus
einhver óhugnaður synti um
í djúpinu.

Sjáðu til sagði hún
mig vantar bara fimmþúsundkall
og færði fæturna í sundur.
Þurrar varirnar opnuðust
glottandi.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.