Main Header

Barnablús

 

Bubbi - trúir þú á engla
Trúir þú á engla 1997

Lag og texti: Bubbi Morthens

Ég er lítill stór maður - mömmu gulli ljúfa
ég er lítill stór maður - mömmu fagra dúfa
ég velti stóru hlassi - heimsins minnsta þúfa
hún vakir ein í myrkri særist ekki neitt
hún vakir ein í myrkri særist ekki neitt
með malbikaða tungu tinandi svo þreytt
með malbikaða tungu tinandi svo þreytt
ég er lítil stór gríma sem föl felur sig.

Ég er engill án vængja - hvar er hreiðrið mitt
hún syngur gamla sönginn - á morgun er ég hætt
hún syngur gamla sönginn en hefur ekkert lært
síðan fljúga hvítu loforðin oní glasið glært.

Ég er lítill stór maður - mömmu ljósið ljúfa
ég er lítill stór maður - læt engan friðinn rjúfa
ég velti stóru hlassi - heimsins minnsta þúfa
ég læt á engu bera - brosið er ætlað þeim
ég læt á engu bera - blaðrið er ætlað þeim
eitt er alveg á hreinu - ég bíð aldrei neinum heim.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.