Lag og texti: Bubbi Morthens
NÓTA, frá plötunni Línudans: Það sem við sennilega öll þráum er friður en til þess að friður verði þarf að vinna að því. Meirihluti heimsins logar í stríði, ef við viljum betri heim verðum við að vinna saman.
Ég á mér draum sama draum og þið
sama draum og krakkarnir á Hlemmi.
Stöndum í skugganum, biðjum um frið
stöndum á gálgans fallhlemmi.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir lífi.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir friði.
Þeir kalla okkur aula, kalla okkur skríl
steingeldir með kalin hjörtu.
Jafnvel Guð viðurkennir ekkert gott í þeim býr
englunum með leiftrin björtu.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir lífi.
- Stríðum....
Líður ykkur vel að heyra um sannleikann?
Líður ykkur vel að horfa á videó?
Láttu okkur í friði, við viljum ekki hlusta á þig.
Láttu okkur í friði, við viljum ekki viðurkenna frið.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir lífi.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir lífi.
Borgin er bæjarins gylltasta stía
þar ríta geltir og gyltur í kór.
Allir eru frá streitulífi að flýja
í pönkuðum fíling og pönkuðum kór.
Stríðum gegn stríði
berjumst fyrir lífi.
Stríðum...
Guðs orðið,
stríðum, stríðum, stríðum fyrir lífi
þegiðu! - hendið manninum út
hann er friðarsinni
láttu mig vera....
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum