Lag og texti Bubbi Morthens
NÓTA, frá plötunni Línudans: Í bókinni Tíðindalaust á Vesturvígstöðunum deyr söguhetjan þegar hann gleymir ser eitt andartak vegna fugls sem syngur úti á vígvellinum. Þó sögusvið bókarinnar sé fyrri heimsstyrjöldin á boðskapur hennar fullan rétt á sér enn þann dag í dag.
Lagið er samið í anda Pretenders og tileinkað þeim Pete Farndon og James Honeyman Scott sem létust vegna ofneyslu kókaíns.
Hey litli hermaður
viltu leika við mig?
Meðan kúlur fljúga um loftin blá
við gætum leikið frið.
Ég skal vera kærleikurinn
þú getur verið skynsemin.
Gleymum föllnum félögum
byrjum upp á nýtt.
Við horfum á.
Við horfum á.
Þegar kyrrð ríkir í dögun
brosandi við horfum á
þá föllnu snúa aftur til lífsins
vígvellinum frá.
Við getum leikið fram til kvölds
horft til baka um nokkur ár.
Yfirmenn þurfum ekki að óttast
það horfir enginn á
enginn á.
Það horfir enginn á.
Hey litli hermaður
verum börn í einn dag
því á morgun munum halda
í okkar seinasta slag.
Hvað er betra en að vera barn
sína seinustu stund
upplifa bjarmann frá sveppinum
á sviðinni grund.
Við horfum á
við horfum á.
Vinsældalistar
#10 sæti DV - Vinsælustu lögin (16.12.1983) 1. vika á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Línudans (1983)
- Ýmsir - Tvær í takinu (1984)
- Bubbi - Blús fyrir Rikka (1986)*
- Bubbi - Ný spor (2006)
Athugasemd
Á plötunni Blús fyrir Rikka er lagið titlað sem ,,Litli hermaðurinn".