Main Header

Bryndísarblús

 

Bubbi - Ísbjarnarblús
Ísbjarnarblús 2005

Lag og texti: Bubbi Morthens

Á Eskifirði byrjar þín reynsla
fisknum þú veður í
verbúðir í hálfhrundum bragga
sem á kvöldin þú ferð að sofa í.

Ég kom til að sjá rómantík blómstra
bónusinn sem stelpurnar hrærðust í
allar kepptust við að laga línuritin
og rómantíkinni þær gáfu frí.

Í kaffitíma soðnar hendur halda á kleinum.
Kamelmettað ský.
Er bjallan glymur oss á ný í eyrum
er úti dagsins pása, - þrælerí.

Uppá verbúð horfðum öll á sjónvarpsþáttinn.
Rómantíkin blómstrandi þættinum í.
Bryndís Scram fékk alla til að syngja
kinnfiskasogið leiguþý.

Morkinn þoskur liggur í stíum,
karfi, ufsi, ýsa kerum í.
Og áfram halda galeiðurnar á miðin
og smáfisknum gefa engan grið.

Í hásæti innst inni við fjörðinn,
verksmiðjan þenur sinn hvíta kvið,
er gúanóreyk leggur yfir sæinn.
Bryndís Schram - rómantíkinn stoppaði aldrei við.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.