Lag og texti: Bubbi Morthens
Gráir steinkumbaldar gína.
Brosandi fasteignasalinn sýnir þér íbúð fína.
Leiftrandi hugsun þúsund volt.
Kauptu þér íbúð uppi við Breiðholt.
Víxlaganga, barlómur og tár
kannski þér tekst það eftir tíu ár.
Sigggrónar hendur naga sár
kulsækinn skallinn orðinn helblár.
Allt sem þú áttir fyrr er farið,
jafnvel gamli rúskinnsjakkinn seldur.
Peningaleysið að drepa þig
þú þarft samt ekki að vera svona hrelldur.
Þó að konan kvarti yfir því að þú getir ekki lengur riðið
spyr ég hvað er það sem því veldur?
Þá skal ég hringja og segja henni
að þú sért af stressi og geðveiki orðinn geldur.
Já blokkin þín, blokkin mín
í rokinu syngja saman spánskan dúett
já blokkin þín og blokkin mín
í rokinu syngja saman spánskan dúett.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum