Main Header

Ha ha ha (Rækjureggae)

 

Utangarðsmenn - Ha ha ha (Rlækju Reggae)
Ha ha ha (Rlækju Reggae) 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens og Mike Pollock

Ég er löggiltur öryrki
hlusta á HLH og Brimkló.
Ég er löggiltur hálfviti
læt hafa mig að fífli
styð markaðinn.

Hár mitt er vatnsþétt, gljáandi
augu mín eru svört, ég er sjáandi.
Hörund mitt slapp við bólur.
Ég framleiði, ég framleiði
samfarahljóð á spólur.

Líður þér eins og mér með stífan böll?
Það er leðurlykt í loftinu.
Næturklúbbur bað mig að stansa.
Ungfrú Ísland í ljósashowinu sagði
"komdu, komdu, komdu strax að dansa".


Vinsældalisti
#9 sæti Vísir - Vinsælustu lögin (10.10.1980) 1. vika á topp 10*

  * 10.10.1980 var í fyrsta sinn birtur listi yfir vinsælustu lögin í Vísir. En nokkrar vikur voru þá síðan plata Utangarðsmanna kom út.  

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Eitt þeirra laga sem fengið hefur mismunandi ritun á heiti eftir útgáfum. Þá má finna ósungna útgáfu á b-hlið fyrstu smáskífu Utangarðmanna. Á safnplötunni Flugur (1981) má finna aðra útgáfu á texta lagsins sem ekki hefur komið út annarstaðar. Þar er það leðurklædd hækja sem biður Bubba að dansa og sömu sögu er að segja á tónleikaupptöku sveitarinnar frá Svíþjóð sem kom út á plötuni Utangarðsmenn (1994) þar sem Herra Ísland biður Bubba um dansinn.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.