Main Header

2010

2. janúar 2010: Vinsældalisti Rásar 2 kynntur þar kemur fram að lagið Vonin er vina mín er hástökkvari vikunnar og fer upp um 22 sæi í það áttunda.

8. janúar 2010: Tónlist.is gefur út árslista yfir meðs sóttu og spiluðu lögin á vernum tónlist.is. Egóið á þar lag í 1. sæti Í hjarta mér Fjögur lög sveitarinnar eru að finna á topp 30 lista vefsins. Næstu daga á eftir gáfu bæði Rás 2 og Bylgjan út lista sína yfir mest leiknu lög ársins og kom Egóið vel út hjá báðum stöðvum. Því ljóst að plata sveitarinnar 6. október var meðal vinsælustu platna ársins þó hún færi ekki hátt á slíkum listum gagnrýnenda blaðanna.

16. janúar 2010: Lag Bubba Morthens og Óskars Páls; One More Day í flutningi Jógvan kemst áfram í úrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarsstöðva.

20. janúar 2010: Auglýstir hádegistónleikar í Háskóla Íslands aflýst vegna veikinda Bubba.  Þessir tónleikar áttu að verða upphaf tónleikahrinu undir yfirskriftinni Rætur. En Bubb efndi til ferðar um mennta, - og háskóla landsins og stóðu frá janúar fram til mars. Bubbi átti síðan við veikindi að stríða og var tónleikum aflýst framm í febrúar.

Image
Bubbi í hljóðveri í janúar 2010

janúar 2010: Bubbi skrapp í hljóðver og tók þar upp ein sjö gömul blúslög eftir aðra. Efnið var hljóðritað og einnig fest á filmu. Í byrjun febrúar mátti finna þrjá þeirra á vefnum YouTube.com.

6. febrúar 2010: Úrslit í Söngvakeppni sjónvarpsins þar sem Jógvan flutti lag þeirra Páls Óskars og Bubba. Lagið lenti í örðu sæti á eftir lagi Örlygs Smára, Je ne sais quoi, í flutningi Heru Bjarkar.

Febrúar 2010: Í tilefni 30 ára starfsafmælis Bubba var í febrúar tekin ákvörðun um útgáfu safnplötupakka með Bubba sem koma skildi út síðar á árinu. Áætlað var að þar yrði um að ræða 3XCD og DVD.

Febrúarlok 2010: Bubbi hlaut listamannalaun í sex mánuði. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hlaut slíkan styrk.

15. apríl 2010: Fyrstu tónleikar Bubba af 18 á ferð um landið í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan ferillinn hófst. Það þótti saga til næsta bæjar að í þessari tónleikatörn sem stóð frá 15. apríl til 8. maí var frítt inn. En Bubbi sagði að tilkoma listamannaverðlaunanna gerði sér þetta mögulegt. Um líkt leiti var ákveðið að ráðast í útgáfu á þrefaldri safnplötu ásamt DVD sem innihéldi gömul myndbönd frá ferlinum.

13. september 2010: Bubbi ásamt aðstoðarmönnum hljóðritað lagið Sól fyrir safnplötuna Sögur af ást landi og þjóð. En Bubbi ákvað skömmu áður að vinna heila pllötu í anda soul-tónlistarinnar. Lagið fór í spilun nokkrum dögum síðar.  

4. nóvember 2010 Áætlaður útgáfudagur safnplötunnar Sögur af ást landi og þjóð. en platan barst þó ekki til landsins fyrr en nokkrum dögum síðar, útgáfudagur hennar var því skráður 11. nóvember..  

11. nóvember 2010 Bubbi með tónleika undir yfirskriftinni TOPP 20 í Austurbæ ásamt hljómsveit í tilefni útkomu safnplötunnar. Platan kom út sama dag. 

6. desember 2010 Bubbi mætir í spjall á Rás 2 og frumflytur þar nýtt jólalag; Röðin.  Í viðtalinu kemur fram að hann sé að fara sama dag að hljóðrita þetta lag.

10. desember 2010 Lagið Röðin fer í spilun útvarpsstöðvana og Bubbi segir frá því á bubbi.is að hljómsveitin Sólskuggarnir sjái um undirleik í þessu lagi.

Bubbi í beinni hjá Loga
Bubbi í beinni hjá Loga

17. desember 2010 Bubbi mætir ásamt hljómsveitinni Sólskuggunum í þátt Loaga Bergman - Logi í beinni og flytja þar lagið Röðin

23. desmeber 2010 Árlegir þorláksmessutónleikar Bubba í Háskólabíó. Sendir út á Bylgjunni. 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.