Main Header

2009

5. janúar 2009 Óhætt er að segja að ástandið í Íslensku samfélagi hafi ekki verið burðugt í þessum fyrsta mánuði ársins. Bubbi sem í árslok 2008 hafði kvatt þjóðina til að standa saman hafði nú snúið við blaðinu þar sem honum fannst ráðamenn langt frá því standa sig í aðgerðum til bjargar almenningi og mætti á morgni 5. janúar hjá Óla Palla á Rás 2 og stuttu síðar hjá Ívari á Bylgjunni með nýtt lag “Kannski varð bylting vorið 2009”

 

7. janúar 2009 Egóið mætti í Stúdíó Sýrland og hljóðritaði þar tvö lög m.a. “Kannski varð bylting vorið 2009” daginn eftir var lagið mixað og sent í spilun útvarpstöðvanna sem skutu því á flesta vinsældarlista sem birtir voru næstu vikur. Með þessari upptökusession var upptökuferli næstu plötu sveitarinnar hafið. En sveitin hafði ekki sent frá sér efni síðan 1984.

24. janúar 2009 Egóið með tónleika á Nasa – Ekki fullt hús, að sögn þeirra sem þar voru, en góð stemming.

31. janúar – 1 febrúar 2009 Bubbi með tvenna tónleika í Norræna Húsinu í Færeyjum og uppselt á þá báða. Samkvæmt frásögn viðstaddra var Bubbi frábær á báðum tónleikunum. 

7. febrúar 2009 Egóið með ball á Bar 800 Selfossi

9. febrúar 2009 Myndband við “Kannski varð bylting vorið 2009” frumsýnt á Stöð 2.

Image
Egóið við Seðlabankann / mynd: mbl.is

10. febrúar 2009 Mætti Egóið og spilaði 5-6 lög fyrir framan Seðlabankann í mómælaskyni en krafa fólks á þessari stundu var Davíð Oddson ásamt öðrum bankastjórum Seðlabankans víki úr starfi og það strax.

17. febrúar 2009 Bubbi mætti á Bylgjunni og á Rás 2 með nýtt lag í spilun frá Egóinu. “Í hjarta mér”. en þetta var annað lagið sem sveitin sendir frá sér í spilun af væntanlegri plötu sveitarinnar. Lagið mætti strax í annað sætli Tónlistans og ljóst að nýju efni sveitarinnar var vel tekið.

20. - 21. febrúar 2009 Egóið spilar fyrir dansleik á Players í Kópavogi

12. mars 2009 mætti Bubbi í Betri stofu bylgjunnar og ræddi þar við Þráinn Steinsson.

14. mars 2009 Bubbi hótar að hætta að gefa út plötur á spjallsvæðinu Bubbi.is. Ástæðan fyrir hótun Bubba var ólöglegt niðurhal á tónlist sem hann fullyrðir að skerði tekjur tónlistarmanna verulega og afleiðingarnar séu að menn missir tekjur sínar af útgáfu platna. Fjölmiðlar fjalla um málið.

17. mars 2009 Bubbi og félgarar bjóða starfsmönnum Bylgjunnar að hlusta á hluta nýrrar Egóplötu. Viðbrögðin voru slík að Bubbi sagðist ekki hafa upplifað neitt því líkt í 29 ár. Hann er þess fullviss að nú væri hann með plötu í höndunum sem innihéldi fleirri smelli en nokkru sinni áður.

18. Mars 2009 Egóið í Hljóðveri við upptökur.

24. mars 2009 Tónleikar í Fríkirkjunni, Hafnarfirði

25. mars 2009 Tónleikar - Duus Hús, Keflavik

26. mars 2009 Fyrirhugaðir tónleikar í Hveragerðiskirkju féllu niður vegna veikinda Bubbi.

3. apíl 2009 Egóið í popplandi, spila 4 lög í beinni.

4. apíl 2009 Tónleikar Egóið í Sjallanum, Brjálað stuð að sögn viðstaddra.

Image
Egóið ásamt Ivari Guðmunds á Bylgjunni

8. apríl 2009 Egóið á Bylgjunni tekur þar 2 lög í beinni útsendingu

10. apríl 2009 Egóið á suðurnesjum, opnunarkvöld á  Top of the Rock en þessi staður varð landsfrægur meðan setuliðið var þar.

11. apríl 2009 Egóið á Players, Ekki fullt hús en áætis stemming.

16. apríl 2009 Stuttar lagt í tónleikaferð um Norðurland þar sem 5. tónleikar voru fyrirhugaðir

21 apríl 2009 Útvarp og sjónvarp í Færeyjum sýna frá Tónleikum Bubba í Norræna húsinu í Færeyjum sem fram fóru 31. janúar 2009.

24 apríl 2009 Bubbi mætir á Bylgjun og Rás 2 með nýtt Egó lag. Fallegi lúserinn minn og er það þriðja lagið sem sveitin kynnir af væntanlegri plötu sinni. Sama kvöld fer fram Bubbasérfræðingurinn 2009 í annað sinn á Classic Rock við Ármúla. Sigurvegari keppninnar þetta árið var Birkir Hrafn Jóakimsson.

28. apríl 2009 Flaug Bubbi til Austur á land ásamt Páli umboðsmanni sínum. Tilgangur ferðarinnar var tónleikahald á Austurlandi. Þar voru fimm tónleikar fyrirhugaðir.

29. apríl 2009 Lag Egósins Í hjarta mér er enn í 1. sæti lagalistans sem birtist vikulega í Morgunblaðinu. Einstakur árangur og ljóst að lagið var að setjast á bekk með vinsælustu lögum Bubba sé litið til setu á vinsældalistum

7. maí 2009 Féll lagið Í hjarta mér með Egóinu úr fyrsta sæti vinsældalistans eftir sjö vikna setu þar. Með þessum árangri hafði Bubbi sett nýtt með því hann hafði aldrei áður átt lag sem setið hafði svo lengií fyrsta sæti vinsældalista.

14. maí 2009 Egóð aftur komin í 1. sæti vinsældalistans nú með lagið Fallegi lúserinn minn, Í hjarta mér var þá komið í 8. sæti lista og átti Bubbi því 2 lög á topp 10.

Image
Egóið í Idolinu /mynd: MBL

15. maí 2009 Egóð voru sérstakir gestir í lokaþætti Idolsins og flytja þar topplagið Fallegi lúserinn minn.

23 maí 2009 Egóið mætti á samstöðufund á Austurvelli og lék þar nokkur lög, um kvöldið var sveitin svo mætt í rokkgírnum á Sjallan á Akureyri, nema hvað

4. júní 2009 Bubbi með tónleika í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn

5. júní 2009 Egóið í Grindavík á hátíð hafsins

6. júní 2009 Egóið ásamt Pöpunum á stó-balli í Hafnarfirði

12. júní 2009 var sett í loftið fjórða smáskífan frá Egóinu. Ástin ert þú á litinn. en lagið fór í sölu á tónlist.is 15 júní.

17. júní 2009 Bubbi brá sér í hljóðver og tók upp þjóðhátíðar Vestmanneyinga sem í lok mánaðara var boðið til spilunnar bæði á bubbi.is og dalurinn.is. Sama dag og Egóið var að spila lá fyrir dagskrá sem fell undir yfirskriftina Sumarið er tíminn. þar sem Egóið og Paparnir slóu saman í ballstemminguna og var áætlunin hljóðandi:
20. júní NASA v/ Austurvöll
27. júní Íþróttahúsið Ísafirði (féllu niður)
04. júlí Hvíta húsið Selfossi
11. júlí Sjallinn Akureyri
25. júli Ýdalir

31. júlí -3 ágúst 2009 Bubbi ásamt Egóinu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og að sögn viðstaddra var mögnuð setmming þegar sveitin flutti Þjóðhátíðarlagið 2009 Eyjan Græna.

5. ágúst 2009 Bubbi ásamt Hafdísi Huld slóu upp tónleikum á veitingahúsinu Rósenberg. Tónleikarnir voru þeir þriðju í tónleikaröð sem kallast Fuglabúrið en þar sem leitast var við að brúa kynslóða- og tónbil milli ólíkra (og mis gamalla) listamanna. Óþarfi er að taka fram að færri komust að en vildu og varð að vísa fólki frá þetta kvöld. Fengu tónleikarnir frábæra dóma bæði gagnrýendna og gesta.

6. ágúst 2009 Bubbi við setninguarhátíð Gay-Pride hátíðarinnar í Háskólabíói.

15 ágúst 2009 Egóið með lítt auglýst ball í félagsheimilinu Blöndósi

Image
Bubbi og Júlíus - GCD á Ljósanótt / Mynd: Víkurfréttir

4. september 2009 Hljómsveitin GCD endurvakin á Ljósanótt í Keflavík en hátíðin var öðrum þætti tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem lést af völdum hjartaáfalls í nóvember 2008. Sveitin var skipuð sama mannskap og áður nema í stað Rúnars var kominn sonur hans Júlíus Guðmundsson á bassa og söng hann einnig þátt Rúnars með sveitinni.

8. september 2009 Bubbi í viðtali bæði á Bylgjunni og Rás 2. Lagið Engill ræður för fer í spilun. Lagið fór þó ekki inn á tónlist.is fyrr en nærri viku síðar

9. september 2009 Fyrstu tónleikar í haustferð Bubba um suður, suðvestur og vestur land. Tónleikaferðinni var startað í Bæjarbíói í Hafnarfirði og lauk þussum hluta ferðarinnar á Ísafirði 25 september og voru þá 9 tónleikar að baki. Prógrammið þótti sumum full rólegt og útsetningar gamalla standarta í hægari kantinum. 

22. september 2009 Sjónvarpið sýnir heimildarmyndina Áin - Ættbálkurinn á bakkanum eftir Bubba Morthens þar er farið yfir Nesjavallarsvæðið í Laxá í Aðaldal.

1. október 2009 hefst eiginleg ferð Papanna og Gylfa Ægissonar um landið og er Bubbi í för með þeim og hitar upp. En fyrirhugað var að halda tónleika virku daganna og slá upp böllum á Laugardagskvöldum Þessi ferð þeirra stóð út mest allann mánuðinn.

6. október 2009 Egóið gefur út nýja 11 laga plötu

10. október 2009 G.C.D.  ásamt Egóinu með risaball í Sjallanum en ætlunin að halda slíka hátíð á Nasa 3. október hafði verið blásin af  einhverjum ástæðum. GCD var þarna skipað sama mannskap og á Ljósanóttinni. 

13, nóvember 2009 Bókin 100 mestu plötur Íslandssögunnar kemur út.

19. nóvember 2009 Tónleikar í Hlégarði, Mosfellsbæ

21. nóvember 2009 Bók Bubba Áin kemur út.

25. nóvember 2009 Tónleikar í Saltsetrinu Grindavík

26. nóvember 2009 Bubbi með tónleika í Félagsgarði, Kjós.

23. desember 2009 Bubbi efnir til Þorláksmessutónleika í 25 sinn. Annað sinn í Háskólabíói. Í fyrsta sinn er sýnt frá þeim beint í sjónvarpi á Stöð 2 og þeim einnig útvarpað á Bylgjunni

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.