5. janúar 1984 héldu mannabreytingar Egósins áfram. Bubbi, Beggi og Rúnar voru ornir einir eftir. Aðrir meðlimir horfnir á braut. Ásgeir Óskarsson var þá fenginn inn sem session-trommari.
7. janúar 1984 var tilkynnt um úrslit vinsældakosningar barna og æskulýðsblaðsins Æskunnar Bubbi og Egoið sigruðu og var þetta í þriðja sinn sem Bubbi situr þar efstur á blaði en Egoið hafði og sigrað þessa kosningu árið áður. Sömu sögu var að segja af vinsældarkosningu Dagblaðsins, sem kynnt var um líkt leiti.
22. janúar 1984 Í Morgunblaðin er frétt þess efnis að Dúkkulísurnar sem þá nýlega höfðu unnið Músíktilraunir færu hugsanlega í hljóðver á næstunni til að taka upp efni fyrir hljómplötu og til greina kæmi að Bubbi Morthens yrði fenginn til að pródusera plötuna.
29. janúar 1984 Morgunblaðið greinir frá því að Ego ætli að hefja upptökur á nýrri plötu í Mars. Um mánaðarmótin febrúar-mars fari Bubbi utan til Bretlands og aðrir meðlimir um miðjan mánuð. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum sveitarinnar og plata hljóðrituð hér heima.
30. janúar 1984 Fyrsta vísnakvöld ársins hjá Vísnavinum og Bubbi meðal þeirra sem fram komu á þessu fyrsta kvöldi.
19. febrúar 1984 Bubbi er einn þeirra sem kemur fram á sérstökum tónleikum sem haldnir voru að skipulagi JC Hafnarfjarðar undir yfirskriftinni Andóf gegn Eiturlyfjum og haldnir voru á veitinastaðum TESS, Trönuhrauni 8.
25. febrúar 1984 Í Fógetarétti Reykjavíkur var tekin fyrir krafa Megasr um að lögbann verði sett á sölu og dreifingu plötunnar Tvær í takinu vegna óleyfilegarar notkunnar á lagi hans Fatlafól. Féll málið stefnanda síðan í vil og lögbannið náði fram að ganga.
1. mars 1984 Tilboðsrokk í Laugardalshöllinni þar sem framkomu Baraflokkurinn, Þursarflokkurinn og Ego með Bubba í broddi fylkingar. Tvær fyrrnefndu sveitirnar þóttu standa sig nokkuð vel en Egoið langt frá sínu besta. Svo virtist sem farið væri að halla undan fæti hjá sveitinni. Á myndinni má sjá Bubba í Höllinni þetta kvöld (myndataka: MBL/Friðþjófur)
mars 1984 stigu þungabraúnir Ego meðlimir í hljóðver og hófu upptökur fyrir þriðju og síðustu LP plötu sveitarinnar. Þetta var lokaáfangi í að uppfylla samning við útgefendur sem sveitin og sér í lagi Bubbi var komin upp á kant við. Vinnuheiti plötunnar var ,,Bless“ Sem hugsaður var sem kveðja til útgefenda sem og aðdáenda. Meðal þeirra laga sem sveitin hljóðritar voru Spegill listarinnar, Albert og Lúsý og Ekki senda mér rósir.
13. mars 1984 mættu Egomeðlimir aftur í Hljórita og heldur áfram upptökum að þessu sinni eru grunnar lagana eins og Blíhöfuðið, Forsíðan og Reykjavík brennur fest á band Um líkt leiti og Egoið hélt í hljóðver gaf Bubbi út þá tilkynningu að hann muni senda frá sér sólóplötu auk þess sem næsta plata Egosins verði sú síðasta sem sveitin geri. Hann muni hætta og hyggist flytjast til Bandaríkjanna um óákveðinn tíma.
3. apríl 1984 efndu Vísnavinir til kveðjutónleika á Hótel Borg vegna utanfarar Bubba sem var aðalgestur kvöldsins.
5. apríl 1984 Bubbi efnir til sérstakra útgáfutónleika fyrir plötu sína Ný spor en um leið voru þetta kveðjutónleikar hans þar sem ætlun hans var að flytjast erlendis. Með Bubba þetta kvöld var valinn hópur manna. Auk Bubba sem söng var Björgvin Gíslasoná gítar, Þorleifur Guðjónsson á bassa, Ásgeri Óskarsson á trommur og Pétur Hjaltested á hljómborð. Myndin er tekin í Safarí þetta kvöld (DV/GVA)
13. apríl 1984 gaf Steinar hf út þriðju og síðustu hljóðversplötu Egosins. Platan var án titils. Þessi lokaafurð sveitiarinnar fékk slaka dóma gagnrýnenda sem og plötukaupenda og er þá vægt til orða tekið. Þó er óhætt að fullyrða að platan var langt yfir meðallagi þegar litið er á þær plötur sem komu út um þetta leiti. Kröfurnar sem gerðar voru til Bubba og Egosins voru bara af hærri stigum en almennt gerðist. Hráleiki plötunnar var augljós, lítið nostrað við hljóðblöndun enda litið á plötuna sem formsatriði til að fullnægja samningi við útgefendur.
15. apríl 1984 kom loks út platan Ný spor, fjórða hljóðversólóplata Bubba, Þetta var fyrsta og eina platan sem Safarí Records gaf út með honum, Skífan var þeim innan handar og kom platan út á útgáfunúmeri Skífunnar. Opnunarlagið - Strákarnir á Borginni var flutt af Egóinu þó það kæmi hvergi fram á umslagi hennar. Sveitin hafði ætlað það á þriðju plötu sína en Bubbi keypti það út. Þetta lag varð eina lag beggja þessara platna sem náði markverðri spilun og vinsældum að einhverju ráði.
Sama dag skráum við hjá Bubbi.is brottfarardag Bubba og Danna Pollock til USA samkvæmt grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. apríl en þar stendur orðrétt: För Bubba Morthens til Bandaríkjanna hefur að vonum vakið mikla athygli. Hann hélt utan sl. sunnudag með Danny Pollock sér við hlið. Í sömu grein er vísað til þess að Egóplatan hafi komið út sl. Föstudag. Platan kom út á Föstudegi en bara viku fyrr en MBL segir og líklegt að grein MBL hafi átt að birtast sunnudaginn viku fyrr en hún gerði.
27 apríl 1984 Egóplatan kemur út.
30. apríl 1984 efndi Ego til útgáfutónleika í Safarí. Efnisskráin var fyrst og fremst lög af nýrri plötu sveitarinnar í bland við nokkur erlend.
1. maí 1984 efndu þeir vinir og félagar Bubbi og Megas til vísnatónleika á Hótel Borg.
5. maí 1984 blés Bubbi til útgáfutónleika vegna plötunnar Ný spor í Safarí. Fáum dögum síðar hélt hann utan, með í för var Danny Pollock fyrrum Utangarðsmaður. Ferðin varð þó styttri en til stóð eða rétt rúmar þrjár vikur. Eftir heimkomuna tilkynnti Bubbi að stofnun nýrrar sveitar væri í bígerð.
17. maí 1984 Haukur Morthens fagnar 40 ára söngafmæli sínu með stórtónleikum í Háskólabíói. Einn þeirra sem kemur þar fram og syngur er Bubbi Morthens.
15. júlí 1984 Safnplatan Í bítið kemur út á vegum Steinars hf. Bubbi er meðal flytjenda.
19. júlí 1984 Bubbi einn með gítarinn í Selfossbíói. En um þessar mundir ferðaðist Bubbi nokkuð um landið einn með gítarinn. Þessi mynd var tekin á Húsavík þegar Bubbi kom þar fram einn með gítarinn á vísnakvöldi og lék nokkur lög. (mynd: Einar Ólason)
20. júlí 1984 hélt Das Kapital sína fyrstu tónleika í Reykjavík, á veitingastaðnum Safarí við Skúlagötu. Sveitina skipuðu auk Bubba: Björgvin Gíslason og Mike Pollock á gítar, Jakob Magnússon plokkaði bassann og Guðmundur Gunnarsson barði trommur. Sú liðskipan var bókuð á Laugahátíð um verslunarmannahelgina dagana 3-5 ágúst.
14. ágúst 1984 ákvað Björgvin Gíslason að hætta með sveitinni til að sinna fjölskyldu sinni og sessiongítarleik. Við það tækifæri var eftir honum haft að honum finnist hann ekki falla inn í bandið sem skyldi.
5. september 1984 Das Kapital í Safarí og Björgvin Gísla kemur fram með sveitinni sem aðstoðarmaður.
September 1984 Hélt Das Kapital í hljóðver til upptöku á sinni fyrstu og einu plötu - Lili Marlene
10. október 1984 kom svo Lili Marlene - plata Das Kapital út. Þetta var fyrsta plata margra sem Bubbi söng inná undir merkjum útgáfunnar Grammið. Lili Marlene var hreinræktuð rokkplata í grófari kantinum. Þó var stutt í melódíuna með lögum eins og Leyndarmál frægðarinnar og Blindsker.
3. nóvember 1984 kom Bubbi fram á tónleikum í Svíþjóð sem fulltrúi friðarsamtaka listamanna á Íslandi. Hátíðin sem bar yfirskriftina ,,Takmarkalaus óður til lífsins“ fór fram víðsvegar í Stokkhólmi. Aðaldagskráin fór fram í Sænsku óperunni og kom Bubbi þar fram tvisvar sinnum, auk númera eins og Nicholai Gedda, Bibi Anderson, Eddie Scholler auk kór sænsku óperunnar og dansara frá óperuballettinum. Með Bubba í för var Friðrik Þór kvikmyndagerðamaður sem tók upp herlegheitin.
22. nóvember 1984 Das Kapital voru með útgáfutónleika á Hótel Borg. Og platan Lili Marlene fékk góðar viðtökur almennings sem og gagnrýnenda.
12. desember 1984 byrti Morgunblaðið frétt þess efnis að á blaðamannafundi sem efnt hafi verið til vegna útkomu plötunnar Lili Marlene hafi komið fram að Jens Hansson sem verið hafi hljómsveitinni innan handar við gerð plötunnar væri nú orðinn liðsmaður sveitarinnar. Þá kemur fram að Bubbi ætlaði sér að syngja inn enska texta í hljóðveri í Stokkhólmi aum þess sem hann ætlaði að ræða við umboðsmenn ytra vegna væntanlegrar tónleikaferðar Das Kapital um Norðurlönd.
20. desember 1984 Das Kapital á Borginni enda sá staður einn heitasti tónleikastaður bæjarins.