9. janúar 1988 sýndi ríkissjónvarpið dagskrá sem efnt hafði verið til í Háskólabíói undir yfirskriftinni - Gerum drauminn að veruleika og var þar átt við þann draum að byggja hér á landi tónlistarhús, Tónleikarnir voru liður í fjársöfnun til þess verkaefnis. Bubbi flutti tvö lög - Filterlaus kamelblús og When the moon sinking sem Bubbi kallaði síðar Rembling.
22. janúar 1988 Bubbi spilar á Hard Rock í Kringlunni og frítt er inn.
2. febrúar 1988 sendi Bubbi sjónvarpsstöðvum demómyndbandið Rétt númer. Þetta var framlag Bubba til baráttu gegn einelti í skólum, sem mjög var til umræðu í þjóðfélaginu á þessum tíma. Þetta innlegg Bubba vakti talsverða athygli meðal unglinga. Þó þótti lagið ekki nógu gott til að það kæmist á plötu. Í það minnsta varð ekkert af útgáfu þess fyrir almenning og lyggur það nú einhverstaðar og safnar ryki. Til aðstoðar Bubba við gerð lagsins var sveit sem kallaði sig E-X En þá sveit skipurðu eftirtaldir: Pétur Hallgrímsson: Gítar ; Davíð Magnússon: Gítar ; Ragnar Óskarsson: Bassi ; Eyjólfur Lárusson: Trommur. Hilmar Örn Hilmarsson tók lagið upp ásamt Tryggva Herbertsyni. (sérstakar þakkir til Péturs Hallgrímssonar fyrir upplýsingarnar)
11. og 12. mars 1988 Bubbi með tónleika í Sjallanum á Akureyri.
15. mars 1988 Ráðstefna um vímuefnamál í Valaskjálf á Egilstöðum. Húsfylli var og eftir ráðstefnuna Þar kom Bubbi fram og sagði frá reynslu sinni og telai ekkert minna um vímuefni á Austurlandi en annarstaðar á landinu, eftir ráðstefnuna hélt Bubbi tónleika.
marslok 1988 var Bubbi staddur í Svíþjóð, í upptökuveri Mislur records og hljóðritaði í að minnsta kosti tvö lög sem bæði eru að finna á plötunni Bubbi 56. Foxtrot og Klóakkrossfarinn. en grunnar fyrrnefnda lagsins höfðu verið hljóðritaðir nokkru áður.
apríl 1988 kom Bubbi fram í þætti Ómars Ragnarssonar - Bæirnir berjast. Í þessum þætti flutti Bubbi þýðingu Ómars á laginu Streets of London sem Ómar kallar Öngstræti Borgarlífsins. Síðar gaf Halli Reynis þessa þýðingu Ómars út á plötu.
12. maí 1988 sendi sænska rokksveitin Imperiet frá sér plötuna Tiggerens tal. Þar er að finna kassagítarlagið I henners sovrum. Um gítarleik þessa lags sér Bubbi.
2. júní 1988 var sjónvarpsbingó á dagskrá Stöðvar 2. Þessir þættir sem sýndir voru hálfsmánaðarlega, voru liður í fjáröflun SÁÁ til uppbyggingar meðferðarstarfi samtakana. Bubbi var gestur þessa þáttar og flutti lagið Klóakkrossfarar í örlítið annari útgáfu en síðar kom út á plötunni Bubbi 56.
1. júlí 1988 var útgáfudagur smáskífunnar Moon in the gutter, forvera plötunnar Serbian Flower. Á bakhlið hennar er að finna lagið Battlefield Of Sex. Platan var hluti samnings Bubba við sænska útgáfufyrirtækið Mislur.
16. júlí 1988 sendi Grammið frá sér plötuna Bubbi 56. Sé hægt að tala um ballöðuplötu frá Bubba þá er það þessi. Reyndar átti þessi plata að verða lengri og var hugsuð til að koma að laginu Foxtrot úr samnefndri kvikmynd. En hluti þess efnis sem Bubbi hafði verið að semja og hugsanlega farið á þessa plötu var unnið á nýjan leik fyrir plötuna Bláir Draumar sem kom út síðar sama ár.
17. júlí 1988 Efnt var til mikillar tónlistarveislu á Miklatúni. Yfirskriftin var frelsum Mandela sjötugan. Slýkir tónleikar höfðu farið fram víða um hin vestræna heim, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og málefni Suður Ameríku verið mikið í umræðunni. Bubbi mætti á þessa tónleika og flutti nokkur lög, meðal þeirra var lagið ToppGun sem aldrei komst á plast. (mynd: mbl/KGA)
Ágúst 1988 Bubbi ferðast með Imperiet á tónleikaferðalagi. MBL segir frá þessu 13. ágúst.
22. september 1988 Bubbi með tónleika á Hótel Íslandi vegna útgáfu plötunnar 56. Þar sem þessi mynd var tekin. Með Bubba á sviðinu þetta kvöld voru Tómas M. Tómasson: Bassi, Ásgeir Óskarsson: Trommur, Þórður Árnason: Gítar og loks Karl Sighvatsson: Orgel. Verkaefnið var kynning á plötunni 56.
1. október 1988 sendi Rúnar Þór Pétursson frá sér plötuna Eyðimerkurhálsar. Platan sem Rúnar gaf út í tengslum við SÁÁ var hugsuð sem þakklætisvottur og til sytrktar samtökunum, en skylaði víst ekki mikilli innkom. Bubbi lagði Rúnari lið með að syngja með honum í laginu Tveir menn ein kona. Gert var fínt myndband við þetta lag sem þó fékk ekki margar sýningar á sjónvarpsstöðvum landsins.
10. október 1988 gaf Grammið út plötu þeirra Bubba og Megasar - Bláir draumar. Platan sem sennilega verður að skrá sem eina vanmetnustu plötu sem Bubbi hefur komið að inniheldur lög í djazz og blúsútsetningum þeirra félaga. Til eru nokkrar nokkrar skemmtisögur tengdar þessari plötu. T.d. er ónefnd stúlka segir við Megas þegar hún heyrði að þeir væru að vinna blúsplötu - Vá flott svona með Saxófónsólóum - það er æðislegt. Megasi fannst þetta einhverneigin of augljóst, horfði á stúlkuna smá stund og ákvað á segúntubroti að það yrði enginn saxófónn á plötunni, heldur Óbó.
19. október 1988 er svo skráður útgáfudagur plötunnar Serbian Flower sem sænska útgáfan Mislur sá um.
11. nóvember 1988 sýndi stöð 2 þáttinn Í góðu skapi í beinni útsendingu. Í þessum þætti sem stjórnað var af Jónasi R. Jónssyni mættu þeir frændur Bubbi og Haukur Morthens. Bubbi flutti fyrst tvö laga sinna Menn að hnýta snörur sem hann kallaði líka gjöfin hans Jóns Baldvins og rafmagnaða útgáfu lagsins Hver er næstur. Þá voru þeir klappaðir upp frændurnir og sungu saman Ég bið að heilsa. Þetta var í eina skiptið sem þeir sungu saman í beinni útsendingu í sjónvarpi. (Því sú útgáfa sem gerð var á áramótadansleik RÚV 1985 var sett saman af tæknimönnum sjónvarpsins).
24 nóvember 1988 Bubbi með tónleika í Tunglinu og þeir auglýstir sem síðustu sólótónleikar hans að sinni því framundan sé kynning hans og Megasar á plötunni Bláir draumar.
30. nóvember 1988 efndu þeir Bubbi Hörður og Megas til tónleika í Háskólabíói, undir yfirskriftinni Tónleikar gegn eyðni. Þar sem þessir þrír frábæru tónlistarmenn komu fram og í lokin saman og fluttu þá lagið Þú ert sjálfur Guðjón. Tónleikarnir voru festir á band og síðar gefnir út á VHS myndbandi. (mynd: Bubbi á sviðinu í Háskólabíói)
1. desember 1988 hélt Rás 2. upp á 5 ára afmæli Rásarinnar þar mættu nokkri helstu tónlistarmenn landsins og aðrir velunnarar. Bubbi og Megas voru í þeim hópi. Bubbi flutti þar 5 lög auk þess sem hann flutti þrjú með Megasi.
9. desember 1988 var á dagskrá sjónvarpsins þáttur Hemma Gunn. Þar mættu þeir félaga og Bubbi og Megas fluttu lagið 1-15 glös af nýútkominni plötu - Bláir draumar.
10. desember 1988 mætti Bubbi á Kjarvalstaði - Þar var djassað og Bubbi flutti á ógleymanlegan hátt lagið Bourgeosis blues. Þessi útgáfa hans var síðar gefin út á tvöfaldri plötu Guðmundar Ingólfssonar.
15. desember 1988 gaf sænska útgáfa Musik & Media út safnplötuna Sweeden 88. Þar er að finna lagið Serbian Flower sem hafði setið á vinsældarlistum í Svíþjóð um skeið.
desember 1988 er oft sá tími sem menn líta til baka. Auk þess að hafa á árinu gefið út slatta platna hafði Bubbi og sungið inn á sjónvarpsmynd Önnu Björnsdóttur - Ástandsárin er fjallaði um konur sem gift höfðu sig til Bandaríkjana eftir að setuliðið kom til landsins á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar var viðtöl við nokkrar þeirra um lífið og tilveruna og hvernig mótlætið við að umgangast þessa erlendu hermenn á sínum tíma hefði komið þeim fyrir sjónir. Bubbi flutti tvö lög í þessum þætti. Ég bið að heilsa, sem hann hafði síðar sungið inn á plötuna Bláir draumar með Megasi og lag Sigfúsar Halldórsson - Dagný.
22. desember 1988 Bubbi og Megas fá afhentar platínuplötur vegna góðrar sölu á Bláum draumur sem þá hafði selst í yfir 7500 eintökum. Afhendingin fór fram á Rás 2. Á myndinn má sjá þá félaga káta með góða sölu plötunnar. (mynd: mbl/jim)
23. desember 1988 Tónleikar Bubba og Megasar á Hótel Borg.