Apríl 1992 Bubbi heldur til Kúbu til plötuupptöku. Þetta er ekki aðeins einstakur viðburður hér á íslandi, því Bubbi varð fyrsti vestræni tónlistarmaðurinn til að hljóðrita plötu á Kúbu frá því Bandaríkin settu viðskiptabann á landið 1961. Með Bubba í þessari för voru Gulli Briem trommuleikari og Eyþór Gunnarsson í hlutverki útsetjara. Reyndar á Tómas R. Einarsson heiðurinn að því að Kúba varð fyrir valinu. Bubbi sem hafði lengi haft hug á að taka upp suðurameríska tónlist utan íslands var með Brasilíu í huga er hann viðraði hugmyndir sínar við Tómas sem þá stakk upp á Kúbu sem varð svo fyrir valinu. Á myndinni má sjá Bubba í upptökuhljóðverinu á Kúbu.
Apríl 1992 Plata Utangarðsmanna - Geislavirkir kemur út á CD og nær að tylla sér á lista yfir 10. mest seldu plötur landsins í aprílmánuði.
Maí 1992 Bubbi gerir styrktarsamning við vísa-ísland um niðurgreiðslur á miðaverði tónleikum á ferð sinni um landið. Þetta vakti nokkra athygli, sérstaklega vegna fyrri yfirlýsinga Bubba að leika ekki almennt í auglýsingum. Bubbi sagði að ekki væri um eiginlega auglýsingu að ræða heldur að Vísa greiddi niður miðaverð og það væri frekar gert fyrir áheyrendur en sig. Eina S. Einarsson sagði slíka samninga algenga erlendis og nefndi sem dæmi samning Vísa við Paul McCartney í tilefni að fyrirhugaðri heimsreisu hans. Þetta væri í fyrsta sinn sem slíkur samningur væri gerður hér á landi og hann ætti allteins von á að fleiri slíkir samningar yrðu gerðir í framtíðinni. Áðurnefnd tónleikaferð hófst í júní. Á myndinni sem Árni Sæberg tók fyrir MBL sjást þeir handsala samninginn Einar S. Einarsson framkvæmdarstjóri Vísa Ísland og Bubbi.
16 júní 1992 kom Bubbi fram á Bíórokk 92 sem efnt var til í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru liður í listahátíð í Reykjavík. Auk Bubba komu þar fram Nýdönsk, Sálin Hans Jóns Míns, Síðan Skein Sól og Todmobile. Það er ekki á nokkurn hallað þó fullyrt sé að Bubbi kom sá og sigraði á þessum tónleikum. Mannfjöldinn hreinlega tók af honum flutning lagsins Stál og hnífur. Þetta virtist koma honum talsvert á óvart. Í þessari stöðu lagði hann niður söng og gítarspil lagsins og lét mannfjöldanum eftir að flytja lagið. Björg Sveinsdóttir tók þessa mynd af Bubba í Höllinni fyrir Morgunblaðið.
Ágúst 1992 Stjórnin með Siggu Beinteins í broddi fylkingar og G.C.D. sveitin er eitt aðalnúmer hátíðar sem efnt var til um verslunarmannahelgina að Eiðum. Fyrir þessa hátíð sendi sveitin frá sér kynningarlag. Það vakti eftirtekt og hneykslan siðgæðispostulanna fyrir grófan texta.
12. september 1992 Bubbi kemur fram á risatónleikum kókverksmiðjan Vífilfell stóð fyrir að tilefni 50 ára afmælis Kók á íslandi. Segja má að þar hafi Bubbi endurtekið leikinn frá 16. júní s.l. Unlingarnir sem þar voru mættir tóku yfir fluttning lagsins Stál og hnífur. Á myndinni má sjá Bubba gera sig kláran baksviðs í húsarkynnum Vífilfells þennan dag.
31. september 1992 Plágan, önnur sólóplata Bubba Morthens er gefin út á CD.
31. október 1992 Von, stundum kölluð Kúbuplatan kemur út. Plötukaupendur létu ekki á sér standa og er listi yfir 10. mest seldu plötur vikunnar var birtur var Von þar í fyrsta sæti með fyrirsögninni Bubbi er kominn.
12. nóvember 1992 Bubbi efnir til tónleika með Kúbönsku stórhljómsveitinni Sierra Mastera á Hótel Íslandi. Meðreiðasveinar Bubba og sveitarinnar voru þeir Gulli trommari Eyþór Gunnars og Tryggvi Hübner. Tónleikarnir voru svo endurteknir kvöldið efir á sama stað. Auk þess sem Bubbi og sveitin spilaði á nokkrum öðrum stöðum úti á landi.
26. nóvember 1992 ný íslensk sjónvarpsmynd Sigurðar Valgeirssonar í leikstjórn Hákons Más Oddssonar er sýnd í ríkissjónvarpinu - Fyrsti íslenski blúsarinn. Páll Einarsson íslenskunemi verður fyrir vitrun á tónleikum hjá Bubba Morthens og ákveður að skrifa BA-ritgerð sína um Bólu-Hjálmar. Það þarf varla að taka fram að Bubbi Morthens kemur við sögu.
Desember 1992 var greint frá því að viðmiðunarreglur varðandi sölu platna til að fá gullplötu hafi verið hækkuð úr 3000 eintökum í 5000 og platínum úr 7000 eintökum í 10.000 eintök. Plata Bubba - Von er fyrsta platan sem nær þessu nýja marki.
11. desember 1992 Bubbi með tónleika á Firðinum, Hafnarfirði.
23. desember 1992 voru að venju haldnir Þorláksmessutónleikar en í þetta sinn á Hressó. Þetta fannst mörgum aðdáenda súrt í broti þar sem Hótel Borg var staðurinn þar sem þeir luku jólainnkaupunum með miðakaupum á þessa árlegu tónleika Bubba. Með Bubbi var KK sem tók nokkur lög.