Lag og texti: Bubbi Morthens
Seinasti dansinn var okkar
dönsuðum kinn við kinn.
Seinasti kossinn dökkir lokkar
Þú hvíslaðir: Þú ert minn.
Hún bíður nóttin svarta
koss þinn tók víst allt
sem fannst í mínu hjarta
Samt var ekkert þar falt.
Ég þekki ekki Márann
veit ekki neitt.
Æ ví ví ég sit við opinn gluggann.
Ennið mitt er brennheitt.
Ég sit með einn kaldan
og bankinn hruninn er.
Þeir segja að það sé kreppa
Stóra D-ið var víst hér
Æ ví ví splæstu á mig kossi
ég þrái hitann frá þér.
Æ ví ví sláðu mig kaldan
eða flýðu úr landi með mér.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum