Lag og texti: Bubbi Morthens
 
Þar sem skriðan féll skúrar stóðu
minningar um hendur sem veggina hlóðu
Myndir af fólki sem lifði hér um stund
með kindur og kött, beljur og hund
 
Fólk með sínar vonir og þrár
og himinninn var dásamlega blár
Konan hellti upp á kaffitár
 
Þá fullir allir bátar af fiski voru
síldin fyllti firðina, hvern vog og skoru
Svo varð fuglabjargið einn daginn hljótt
Síldin hvarf bara um miðja nótt
 
Menn áttu sínar vonir og þrár
himinninn var dásamlega blár
Konurnar helltu upp á kaffitár
 
Húsin í hlíðinni standa stolt enn
Horfa yfir sjóinn líkt og þau gerðu í den
Þá var hafið fullt af gullinu gula
og ekki ennþá byrjað á fólkið að kula
 
Menn með sínar vonir og þrár
himinninn samt dásamlega blár
menn drukku sitt kaffitár
 
Nú sjá húsin aðeins sjóinn auða
og ölduna sem sólin málar rauða
Skilur aðeins eftir sorgir og sár
himinn sem var dásamlega blár
í kaffið féll eitt lítið tár
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



