Lag og texti: Bubbi Morthens
Í svörtum leðurstól
situr hann sveittur og feitur með loðinn bjór
í hvítri skyrtu með ferleg tól
og krumlan sem heldur um bjórinn er hárlaus og stór.
Á daginn er hann konungur sem drottnar og ríkir einn
athugar hvern víxil, er viðkomandi hreinn.
Slitin vömbin er falin í eldtraustum skáp.
Hvort sem þú trúir því eða ekki var hann einn á bát.
Á kvöldin er hann þreyttur og afsalar henni sitt vald.
Nakin stúlka með svipu í hendi á peningaveski hefur lagt hald.
Og frúin kannar hvern klofháan hól vit suðrænan sand.
Í svefnherberginu hangir í gyltum ramma mynd af dóttur hans
sem stúderar í Frans
klassískar bókmenntir, sögu, listir og dans.
Sonurinn er í New York, stundar næturlífið með elegans.
Þegar súlkan er farin hann situr kaldur og sljór
með visin bleikrauð tól
og hundraðþúsundkallinn skipti um eiganda og hló.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum