Janúar 2012: Bubbi klárar að taka upp18. laga demósesson sem hann hóf í nóvember 2010. og fyrstu daga janúar voru æfð ein 12 lög með meðspiluðum fyrir væntanlega plötuupptöku.
11. janúar 2012: Bubbi ásamt meðspilurum byrjar að taka upp fyrir væntanlega plötu sem hlotið hafði vinnuheitið "Þorpið" Þennan dag eru tekin upp fjögur lög.Óvenjuleg aðferð var notuð við upptökurnar því öll sveitin styllti sér upp í hljóðverinu og svo var talið í. Upptökutækinlátin rúlla og því til viðbótar var myndatökumaður með þeim og herlegheitin fest á filmu í leiðinni.
12. janúar 2012 Bubbi heldur áfram að taka upp og þennan dag eru 3 lög sett inn.
13. Janúar 2012 Bubbi og félagar enn í hljóðverinu og fimm lög fara inn þennan dag. Bubbi.is kíkit á sveitina sem situr öll í hljóðverinu og spilar inn hvert lagið eftir annað. Mannskapurinn í hörkuformi og mikið stuð í hljóðverinu.
14. janúar 2012 Sagt er frá því í Fréttablaðinu að Bubbi sé að byrja með nýjan þátt a Bylgjunni. Bubbi hafði áður verið með Færibandið á Rás 2. Þegar hann svo vildi snúa aftur í september og taka upp þráðinn á ný vildu ráðmenn á Rás 2 setja þetta á ís um tíma. Bubbi var ekki til í að bíða þess að mönnum þóknaðist að hann héldi áfram og bauð Bylgjunni að koma yfir og var það samþykkt. Nýr þáttur Bubba á Bylgjunni fékk heitið "Stál og hnífur"
20. janúar 2012: Upptökur á plötunni Þorpið lýkur, helgin var þó notuð til að bæta inn ýmsum hljóðfærum og lagfæra söng. Strax á mánudeginum 24 var byrjað að mixa plötuna.
Sama dag kom út á tónlis.is 70 laga safn laga Valgeirs Guðjónssonar og þar er að finna endurútgáfu lagsins Vopn og verjur í flutningi Varnaglanna en það var í þriðja sinn sem lagið var gefið út á plötu.
8 mars 2012 Þorpið, fyrsta lagið af væntanlegri plötu Bubba með sama nafni fer í spilun útvarpstöðvanna.Í þessu magnaða lagi fær Bubbi Mugison sér til aðstoðar við söng lagsins.
12 mars 2012 Lagið Þorpið sest í 3. sæti Netlistans á tónlist.is og því líklegt til vinsælda á Lagalistanum. En sá listi samanstendur af vinsældalistum helstu útvarpsstöðva landsins og Netlistans.
5. apríl 2012 Lagið Þorpið af samnefndri plötu Bubba nær 4 sæti Lagalistans.
19. apríl 2012 Þorpið, 26 hljóðversplata Bubba fer í forsölu á tónlist.is og fer fljótlega í 1. sæti yfir best seldu plöturnar á vefsvæðinu.
24. apríl 2012 Bubbi sendir frá sér sína 26 hljóðversplötu. Þorpið. (en útgáfunni hafði þá seinkað um rúma viku frá því sem áætlað hafi verið.
26. apríl 2012 Platan Þorpið í 3. sæti tónlistans yfir best seldu plötur landsins
????
10. desember 2012 Bubbi á æfingum hjá Björgvini fyrir jólatónleika í höllinni - mynd