
Í byrjun apríl s.l héldu Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens sameignlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu og er skemmst frá því að segja að þeir fengu frábærar viðtökur. Uppselt var á tvenna tónleika og var gaman að sjá hversu vel fólk skemmti sér. Nú er komið að þvi að fara með allan hópinn norður á Akureyri og er viðkomustaðurinn menningarhús þeirra Norðlendinga, Hof.
Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvors annars og saman flytja marga eðalsteina úr söngbókinni.
BO og Bubbi hafa báðir fengist við tónlist í áratugi sem höfundar og flytjendur á hljómplötum, tónleikum og á öldum ljósvakans og eiga sinn trygga hlustendahóp. Það er kannski ekki alltaf sami hópurinn en í raun er það þjóðin öll sem hlustar þegar þeir syngja.
Lög þeirra er löngu orðin þjóðareign. Þeir eru þroskaðir í list sinni og á hápunkti sem söngvarar. Það hlýtur því að vera forvitnilegt að upplifa þá saman á sviðinu í Hofi í September. Þetta er viðburður sem enginn tónlistarunnandi lætur fram hjá sér fara.
ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA
Dagsetning: 13. september
Staðsetning: HOF
Tímasetning: kl 20:00
Miðasala: www.midi.is og www.menningarhus.is
Allar nánari upplýsingar eru hjá prime ehf
í síma 534-4000. Einnig má senda rafpóst á [email protected]
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





