 
Lag: Bubbi Morthens, Bergþór Morthens, Rúnar Erlingsson, texti: Bubbi Morthens
Spegilmyndir
á votu malbiki
öskur trúðsins í nóttinni.
Grátur eldsins
inní sólinni
fegurðin kemur frá sálinni
sólin svíður
svarta moldina
líf sprettur af svitanum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.
Sáðmaðurinn
yrkir jörðina
hláturinn kemur frá akrinum
móðurmjólkina
sýgur sakleysið
frelsið fæðist í hjartanu
endurfæddur
útí auðninni
sigurglampi í augunum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.
Skuggar kvöldsins
kæla herðarnar
ljósin kyssa gluggana
bjarminn frá eldinum
sýnir rúnirnar
ristar í andlitum mannanna
með svefninum
koma minningar
votar grafir hetjunnar.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.
Vinsældalistar
#1. sæti DV - Rás 2. (14.11.1986) 6. vikur á topp 10
#1. sæti DV - Bygjan (14.11.1986) 9. vikur á topp 10 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Frelsi til sölu (1986)
- Bubbi - Sögur 1980-1990 (1999)
- Ýmsir - Óskalögin 7 (2003)
- Bubbi ; MX-21 - 06.06.06 (2006)*
- Ýmsir - 100 Íslensk 80's lög (2007)
- Ýmsir - 100 bestu lög lýðveldisins (2008)
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (2010)
Athugsemd
Lagið var einnig hljóðritað á ensku undir heitinu Serbian flower og kom út á plötunni Serbian flower (1988)
 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



