Lag og texti: Bubbi Morthens
Þar sem garðurinn er hæstur
er fuglinn minn lægstur
í ferðum sínum auglýsir hann ull.
Ég hafði fjóra kosti að velja um
ég kaus hann út af litnum
í búrinu sveik hann um lit.
Hann gerir svoddan lukku
eins og gaukur í klukku.
Heimurinn féll að fótum hans
um hálsinn hafði hann krans.
Hefur setið til borðs í veislum
með örnum og fálkum
og haldið hann væri annað en lítill fugl.
Gott þykir honum skjallið
um fegurð sína og fjallið
sem blasir við borgarbúum líkt og skíragull.
Stóri bróðir örninn
býður honum gogginn
lokar bara augunum
labbar síðan inn.
Því hann byggir honum flugstöð
þar sem ernir lenda í beinni röð
í staðinn fær hann efni
í hreiður fyrir eggin sín.
Vinsældalistar
#9. sæti DV - Bylgjan (20.2.1987) 2. vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





