Lag og texti: Bubbi Morthens
Veistu hvað það er
sem lamar hugann þinn?
Fugl sem flýgur á gler
brýtur vænginn sinn
eins og rottur, bak við þil
við hættum að þrífast, vera til.
Ég hef séð það
ég hef heyrt það
ég hef fundið það
en ekki skilið það.
Allir vilja vera stikkfrí.
Veistu hvað það er
sem eitrar hugann þinn?
Viltu hafa her
sem passar soninn þinn?
Með því að segja: Ég veit ekki
býðurðu hættunni heim til þín.
Þú þarft ekki að vera í flokksverki
til að hafa skoðun vina mín.
Það gengur ekki lengur.
Veit ekkert um pólitík.
Þín skoðun er allra fengur
fyrir þig og Reykjavík.
Og ég hef séð það
ég hef heyrt það.
Allir vilja vera stikkfrí.
Lagið má finna á eftirtölum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





