Lag og texti: Bubbi Morthens
Í skugga múrsins birtast mér syndir
sögunni breytt svo ekkert þú fyndir
um menn sem höfðu ekki kjark né krafta
þar sem rauðir fánar í vindinum blakta.
Ó, landið mitt þeir byggja á þér herstöð.
Þjóðin hún brosir því þjóðin er glöð.
Ráðherrar okkar á viljanum slökktu
því fánar frelsisins yfir landinu blöktu.
Okkur er sagt, frelsið felist í vopnum
við samþykkjum lygina með augunum opnum.
Nýjar stöðvar, nýja skatta
því rauðir fánar yfir hafinu blakta.
Óttinn lifir í hverri smugu
í hjörtum þeirra sem stóðu og lugu
á samningunum sem orðin þöktu
því rauðir fána yfir Íslandi blöktu.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugsemd
Bubbi hafði gefið lagið út í annari mynd á plötunni Blús fyrir Rikka (1986). Þá undir heitinu Rauðir fánar