Lag og texti: Bubbi Morthens
Lifðu þínu lífi áfram, að stjórna er ekki minn stíll
ég stend ekki í að útdeila tárum.
Víst hef ég minni en ég man ekki eins og fíll
maður gleymir á nokkum árum.
Ef gítar minn er of hávær og hráir tónarnir
þar sem hás rödd mín hefur klifrað.
Tjáning mín er einföld, en þeir halda hljómarnir
á hlekkjum mínum, með þeim hef ég sigrað.
Við skulum ekki gefa loforð sem liggja eftir dauð
látum okkur nægja, látum okkur nægja það sem við fundum.
Það getur verið þér finnist veröld mín snauð
en mig þyrstir í þig öllum stundum.
Því er erfitt að neita að ég þrái þig
þíðast ætla ég öllum gömlum syndum.
Bjóddu Mónu Lísu að leggja vegginn undir sig
þú ert lifandi hún er aðeins til á myndum.
Lagið má finna á eftirtöldumútgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





