Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Fuglinn er floginn

 

Utangarðsmenn - 45rpm
45rpm 1981

Lag: Mike Pollock, texti: Bubbi Morthens

Hvað sem ég gerði, það var aldrei nógu gott
ef búrið er opnað flýgur fuglinn á brott.
Hugur minn var stormur, kalin hjartarót
næturnar voru martröð, dagurinn sárabót.

Þína leið ég reyndi, það dró úr mér mátt
það varð allt svo litlaust, lítt spennandi og grátt
Þú reyndir að bera klæði á vopnin, biðja um sátt
en í þetta sinn var boginn spenntur of hátt.

Þú hittir mig á götu spyrð hvort heilsan sé góð
augu þín tjá mér hatur, hjartað öskrar á blóð.
Ég gerði þér greiða það var liðið, þú hlóst
þú hafðir mig að fífli og ég gerði mér það ljóst.

Músíkin var keppinautur sem þú réðir ekki við
Þú skyldir aldrei þrá mína að komast á svið.
Ástæðan að ég fór var ekki út af annarri ást
músíkin á hjarta mitt og hefur alltaf átt.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.