Lag og texti: Bubbi Morthens
Bak við augun eru myndir og ég minnist einatt þín
í máðum tarotspilum.
Þar sem skugginn snertir ljósið þar liggur æska mín
í löngum og dökkum skilum.
Ég er bara ég, bíðandi eins og er
brosandi meðan þú sefur.
Einn daginn, ég vona, vaknar þú í mér
þá veit ég hvað þögnin hefur.
Í skautinu þínu mjúka eru draumar sem draga mig
dauður þar á ég heima.
Kossar varir rífa og rósir blóðga þig
raddir burt mig teyma.
Ég er bara ég...
Bak við bænir þínar herrann á himnum bíður þín
með hjartafylli af syndum.
Spor okkar ég leita í gleri gluggans rósin mín
ef gæfuna þar við fyndum.
Bak við þykka nóttina býr næturstjarnan mín
njörvaður ég þrái kulsins svala.
Ég ríf mér gat á húmið og ég hvísla inn til þín
haustið er lagst í dvala.
Ég er bara ég...
Vinsældalistar
#1. sæti DV - Rás 2 (19.8.1998) 13. vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - 56 (1988)
- Bubbi - Sögu 1980-1990 (1999)
- Úr kvikmynd - Blindsker, saga Bubba Morthens (2004)
- Bubbi - 56 (2006)*
- Ýmsir - 100 íslensk 80's lög (2007)
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (CD & DVD, 2010)
Athugasemd
Lagið var titillag samnefndrar kvikmyndar. Það kom einnig út á ensku undir heitinu I am just I á plötunni Serbian Flower 1988.