 
Lag: Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson, texti: Bubbi Morthens
Sumarið er komið með kjaftfylli af sól
ég kanna mannlífið í hitanum uppá Arnarhól.
Dópsalinn í Austurstræti á allt til að lækna kvíða.
Ungir nemar í löggunni láta tímann líða.
Á Hressó híma klíkurnar, kultúr gengi töff
og kunna alla frasana í leðri frekar röff.
Við apótekið stendur sjálfur Óli og selur blöð
hjá Ásgeiri á pulsunum er að myndast röð.  
Rónarnir í Reykjavík rauðbrúnir í framan
sofa úti í sólinni, sýpur koggadaman
blakir fara á bísann
bjargast hjá þeim krísan.
Rónunum í Reykjavík.
Þar sem ég sit í brekkunni þá bröltir einn á fætur
brosir blítt og segir svo: Á þér hef ég mætur.
Sníkir eina rettu síðan réttir hann mér spaðann.
Segir: Reyndar var hún áður fyrr betri hjá mér staðan.
Rósirnar í Reykjavík rjóðar eru á vanga
sigla út í sólina sumardaga langa.
Með nakin brjóstin baða sig
blikka hýrar síðan þig.
Rósirnar í Reykjavík.
Sumarið er komið með kjaftfylli af sól
ég kúri núna í skugganum upp á Arnarhól.
Það er mistur yfir borginni þó brennir sólin enn
og börnin labba á geislanum, alveg eins’í denn.
Rúnturinn í Reykjavík reynist mörgum ljúfur
keyra í kvöldsól strákarnir, kíkja á þá dúfur.
Ungpíur með mannalæti
óska sér í aftursæti
á rúntinum í Reykjavík.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



