 
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Mjólkurhvít ský þau skríða yfir bæinn
skuggi undir húsvegg lifnar við.
Hér á meðal trjánna í garðinum græna
geta allir fundir ró og frið.
Mosavaxin trén þau tala við mig
taka burtu stressið úr huga mér.
Yndislegar sögur mér segja
að sálir dauðra lifi í sér.
Í friðargarðinum gefur að líta
gamlar konur arfann slíta.
Rónar drekka deginum að eyða
dópaðan ungling ástina leiða.
Fólk á gangi fyrir háttinn -
þar fékk hann Þórbergur dráttinn.
Í friðargarðinum.
Ég sé ártöl höggin í hrjúfa steina
heiðar rúnir, engla og ský.
Nöfn á fólki fallin í gleymsku
falin milli trjánna garðinum í.
Mjólkurhvít ský þau skríða yfir garðinn
skuggar undir trjánum lifna við.
Kött sé ég hljóðlaust klifra birkið
kvöldið færir huganum frið.
Vinsældalistar
#7. sæti DV - Íslenski listinn (22.12.1989) 1. vika á topp 10*
* Þetta var síðasta vikan sem DV birti listann í sinni mynd því hann lagðist af fram til 22. janúar 1990 og var þá með breyttu sniði. Ætla má að lagið (sem var á uppleið) hefði náð lengra hefði listinn fengið að halda sér óbreyttur því lagið fékk mikla spilun á þessum tíma. 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



