 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Sleiktu mig varlega vinan
varlega - ofurhægt.
Snertu mig líka ljúfan
leiktu við hold mitt þægt.
Tíu fingur ferðast
fela‘nn í lófa sér
lamaður ligg ég þægur
ljúfur undir þér.
Hrædd hún hvíslar
hrædd hún hvíslar
hrædd hún hvíslar
það fylgja álög þér.
Þrír fingur kafa og finna
það flæðir útúr þér.
Viltu bíta mig í brjóstið
bíttu stykki úr mér.
Hvíslaðu orðin elskan
æstu upp dýrið í mér.
Það kemur þegar það kemur
en komdu samt með mér.
Hrædd hún hvíslar
hrædd hún hvíslar
hrædd hún hvíslar
það fylgja álög þér.
Á vörunum döggdropar glitra
úr dúnmjúku hári renna
tunga mín tínir þá upp
meðan taugar þínar brenna.
Þungar hendur sem hlekkir
halda mér föstum og klemma
heitir kossar sem kvelja
kefla mig og hremma.
Hrædd hún hvíslar
hrædd hún hvíslar...
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



