Lag og texti: Bubbi Morthens
Æ ljúfast var að vaka ástin mín
Vetrarnætur dimmar við brjóstin þín.
Þegar kalt er í veðri og vindurinn hvín
þá vekur fölur máninn börnin sín.
Hversu ljúft var að hlæja og gera grín
grafa sig undir þitt hvíta lín.
Og opna þitt heita hjartaskrín
hverfa loks þangað sem ástin skín.
Í húminu svala ég ligg og læt mig dreyma
leyfi sorginni að vaka í mínu hjarta
og sakna hlýju þinna handa.
Og fyrri tíðar myndir í myrkrinu svarta
magnast hverju sinni er ég anda.
Ég er orðinn of gamall til að gleyma.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Sögur af landi (1990)
- Bubbi - Bandalög 3 (1991)*
- Bubbi - Ég er (1991)*
- Bubbi - Sögur 1980-1990 (1999)
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð (2010)
Athugasemd
Re-mix útgáfa lagsins kom út á Bandalög 3. Ensk útgáfa lagsins kom út á plötunni Icebrakers undir heitinu Sonnet og var sú útgáfa einnig valin sem aukaefni á viðhafnarútgáfu plötunnar Sögur af landi (2006)