Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er æla inni á baðinu
brotinn stóll í stofunni
blóðblettir á gólfinu.
Og í rúminu hjá vofunni
flöskur liggja á borðinu
bærir á sér frík.
Brotnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Dregið fyrir gluggann
grafarþögn inni
geðveiki í loftinu.
Dópað burt allt minni
ormagryfja í höfðinu
höndin upp á brík.
Horfnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Það var rifrildi um nóttina
nakin blæddu orðin
næstum því allur
búinn pilluforðinn.
Tómleg augu stara
stirðnað liggur lík.
Straumar haturs í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Æla inni á baðinu
brotinn stóll í stofunni
blóðblettir á gólfinu.
Og í rúminu hjá vofunni
flöskur liggja á borðinu
bærir á sér frík.
Brotnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





