Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er æla inni á baðinu
brotinn stóll í stofunni
blóðblettir á gólfinu.
Og í rúminu hjá vofunni
flöskur liggja á borðinu
bærir á sér frík.
Brotnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Dregið fyrir gluggann
grafarþögn inni
geðveiki í loftinu.
Dópað burt allt minni
ormagryfja í höfðinu
höndin upp á brík.
Horfnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Það var rifrildi um nóttina
nakin blæddu orðin
næstum því allur
búinn pilluforðinn.
Tómleg augu stara
stirðnað liggur lík.
Straumar haturs í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Æla inni á baðinu
brotinn stóll í stofunni
blóðblettir á gólfinu.
Og í rúminu hjá vofunni
flöskur liggja á borðinu
bærir á sér frík.
Brotnir draumar í úthverfi
að morgni í Reykjavík.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum