Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Vals fyrir Brynju

 

Bubbi - Sögur af landi
Sögur af landi 1990

Lag og texti: Bubbi Morthens

Hálfnakin trén tapað hafa áttum
trúlega eiga þau bágt
Í vindinum skilja að skjólið verði lítið
þegar skellur á norðanátt.

Þegar Tjörnin frýs og frost bítur kinnar
og fjöllin klæðast hvítum feld.
Þá fá skautar sem héngu í kolsvartri kompu
að kyssa ísinn í kveld.

Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
úti á svellinu fólkið sé.
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
og skera í hann B + B.

Láttu vindinn blítt um vangana strjúka
en varlega skaltu renna þér.
Það er vök við brúna, blásvört að líta
það brosir enginn sem oní fer.

Og endurnar horfa á heiminn kímnar
hlæja dátt og vagga sér.
Þeim er sama um ráðhús og rennandi búka
þær rýna eftir brauðinu hér.

Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
úti á svellinu fólkið sé.
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
og skera í hann B + B.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.