Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Fjólublátt flauel

Bubbi - Sögur af landi
Sögur af landi 1990

Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR

Lag og texti: Bubbi Morthens

Þú varst kaldur og kyrrðin þig þakti
konulausan og tími þinn leið.
Regnvotar götur og gljáandi stræti
gátu aðeins aukið þína neyð.

Þú sást á vappi vængjaða skugga
voteyga með hvít augnhár.
Og dvergvaxið frík með fölgræn augu
og feitan trúð er seldi börnum tár.

Já, blásvartir hrafnar í hjartanu búa
þar hoppa þeir og krunka lágt.
Því síst af öllu vildu þeir vekja
vitund þína um miðja nátt.

Og þú skynjar í skelfingu þinni
skyndilega verður allt ljóst.
Ósnortin liggur gáta þín grafin
í götunni þar sem þú áður bjóst.

Hvar áttu að leita, liggur ekki fyrir
leyndarmálið er vel geymt.
Gamli hrollurinn þig heltekur aftur
í hverri íbúð þar er reimt.

Fékkst þér í pípu og púaðir stórum
pírðir augun, sljó og rauð.
Heila þínum vafðir í fjólublátt flauel
fannst tilveran vera grá og snauð.

Já, borgin er full af draugum, drengur
sem í dimmum skotum oft þar sjást
þeir töpuðu æskunni og ellinni líka
og eiga barasta skilið að þjást.

Í myrkrinu augun þín æla ljósi
ísaköld birtan var hrímgrá.
Þínar eigin hugsanir halda þér föstum
og höggva þig niður aftan frá.


Vinsældalistar
#6. sæti DV - Íslenski listinn (6.11.1990) 4. vikur á topp 10 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.