Lag og texti: Bubbi Morthens
Við Hornafjörð er ósinn úfinn
aldan rís þar hátt.
Í löðri hvítu hangir bátur
Heldur ann sökkvi brátt.
Kemst hann inn
kallinn minn?
Hafið iðar öskugrátt.
Á Vestfjörðunum sýður sjórinn
svikult er hafið grátt.
Margan bátinn brotið hefur
bölvuð aldan í smátt.
Sigla þeir enn
sjóinn þessir menn
er sukku í hafið blátt.
Á Norðurlandi hafið hefur
hryggbrotið marga mey.
Þær trúa vildu að vættir góðir
vernduðu mannsins fley.
Þær vaka í nótt
á viljans þrótt
meðan vonin hverfur ei.
Við Suðurlandið sigla ægi
synir og feður um nátt.
Bátinn lemja votir vindar
vokir tunglið grátt.
Komast þeir inn
kallinn minn?
Í kvöld er talað fátt.
Magið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





