Lag og texti: Bubbi Morthens
Vornóttin siglir seglum þöndum,
silfurstjarna á himni skín.
Sem svartur spegill sjórinn geymir
söngva dagsins ástin mín.
Dætur hafsins fagrar fljóta
í fangi mánans hvíla um stund
rekkju í þangi allar eiga
öldu votar fá sér blund.
Í skjóli fjalla fálkinn svífur
fimur yfir bráð hann gín
við lyngið brúna liggur rjúpa
í ljósan blett á baki skín.
Auðnin svartan sandinn geymir
sorfin börð og fuglabein
þar sjást í rökkri svipir reika
saga býr í hverjum stein.
Dreymin værum svefni sefur
svartur mar við bryggjusporð
sumu lýsa engin orð.
Nóttin bráðum býst til ferðar
friður yfir firði er
í faðmi þínum mun ég dagur
bráðum hvílu búa mér.
Lagið má finna á eftirtöldum útgfáum