Lag og texti: Bubbi Morthens
Þegar dagur og nóttin njótast
og napur vindur um húsið fer.
Þegar máninn trónir hæst á himni
og hendur mínar strjúka þér
þá færð’að vita, þá færð’að vita
þá færð’að vita, vinan, hver ég er.
Þegar algleymið færir þér friðinn
og fingurnir rettu sér ná.
Í rúminu heit þú dormar dofin
og draumar þínir fara á stjá
þá færð’að vita, þá færð’að vita
þá færð’að vita, vinan, hver ég er.
Þegar rósirnar hneigja sín höfuð
og hamingjan hvíslar svo lágt
að eyru þín nema næstum því hljóðið
og næturinnar hjartaslátt
þá færð’að vita, þá færð’að vita
þá færð’að vita, vinan, hver ég er.
Þegar augun í myrkrinu mætast
og mjúkar varir leita þín.
Þegar seinasti bíllinn í borginni þagnar
og bros þitt vaknar ástin mín
þá færð’að vita, þá færð’að vita
þá færð’að vita, vinan, hver ég er.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





