 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Þessi augu minna á herskip hjartans
sem hljóðlaus sigla vokandi dimmrautt hafið.
Tundurskeytaorðin finna í myrkrinu markið
og móðurskip heilans liggur í djúpinu grafið.
Og ég stari á þig í gegnum glasið og vökvann 
meðan grimmd þín flæðir bakvið lokaðar dyrnar
Dreg að mér andann og eigna mér glæran botninn 
út úr angóruvörum þínum standa þyrnar.
Í myrkvuðu rúminu lifa minnislausir snákar
og mjúkir kaktusar heitum örmum þig vefja.
Þú sérð að koddinn er fylltur með fögrum orðum 
sem fanga þig nakta og þreyttan hug þinn sefja.
Í þínu ljósa hári hláturinn sefur draumlaus
en hatrið nývaknað lærir strax hver á leikinn. 
Það er heitt hérna inni og allar dyr eru læstar
eitthvað er að brenna en ég sé bara ekki reykinn.
Á bankabók ástarinnar eru aðeins kossar kaldir
og við klífum ísinn í von um að finna þar hita.
En finnum aðeins lögmenn klædda kuldaúlpum
sem kafa oní hjörtun og fá sér þar bita.
Ástin á fleiri andlit en tekur að telja
trúðurinn fleiri tár en harmur okkar beggja.
Ef sál mín hefði vængi væri ´ún flogin fyrir löngu
frjáls undan oki þessara gulu veggja.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



