Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Afkvæmi hugsana minna hlusta ekki lengur á mig
halda fyrir mér vöku og vilja láta annast sig.
Í höfði mínu liggja göng inn í gula salinn víða
gönguferð á múrum hugans er svo lengi að líða,
svo ég ligg bara hér svefnvana og syng í hljóði lag
og syndi gegnum næturmyrkrið inn í nýjan dag.
Skuggar daganna minna í myrkrinu tala um þig
og minnast á brotin loforð sem sviku fleiri en mig.
Í hjarta mínu liggja göng grafin út af leiða
fyrir göngumóðar hugsanir sem í nóttinni veiða
minningar sem synda um í sjónum dökka rauða
og svefnvana ég ráfa um húsið stóra auða.
Á akri vitundar minnar sáðmaðurinn sefur rótt
ég hef séð hann koma og fara nótt eftir nótt
og nætursvefninn farinn er með friðinn mjúka, hvíta
og ég finn í brjósti vökuna hjartað sundur slíta
svo ég ligg bara hérna svefnvana og syng í hljóði lag
og syndi gegnum næturmyrkrið inn í nýjan dag.
Vinsældalistar
#2. sæti DV - Íslenski listinn (6.1.1994) 5. vikur á topp 10, 8 vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





