Lag og texti: Bubbi Morthens
Í felum - hrædd við eigin ásjón
í felum - vera eitthvað annað
þið fangar með röndóttu hjörtun
þið megið brosa en að elska er bannað.
Er það glæpur að elska
er það glæpur að þrá
er það glæpur að hafa hjörtu
sem hrifnæm slá?
Í felum - hrædd, hvað heldur mamma
í felum - blæða djúpu sárin.
Bleiku þríhyrningar hlustið
þið megið gráta en felið tárin.
Verið stolt, verið sterk
vertu þú sjálfur hvar sem er.
Lífið er meira virði en það
að afneita sjálfum sér.
Vinsældalistar
#4. sæti DV - Íslenski listinn (20.10.1994) 2 vikur á topp 10, 6. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





