Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Brotin loforð allstaðar
brotin hjörtu á dimmum bar
brotnar sálir biðja um far
burt, burt heim.
Skrítið hvernig skuggar þrífast
í skjóli manna lifa þeir.
Skrítið hvernig hjörtun brenna
skömmu áður en ástin deyr.
Fallnir víxlar engin vinna
veröldin er grimm og ljót.
Skrítið hvernig hjartað verður
hart og kalt sem grjót.
Ekkert kynlíf, þurrir kossar
kvíðinn situr um þig hér.
Taugar þandar, þreytan vegur
þúsund tonn á öxlum þér.
Vinsældalistar
#3. sæti DV - Íslenski listinn (3.11.1994) 2. vikur á topp 10, 6. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





