Lag og texti: Bubbi Morthens
Hafið er ruslakista þeirra ríku
regnskógunum bráðum eytt
návist dauðans þú finnur í fréttum.
Friður er orð sem þýðir ekki neitt
hungur er "hjálpum þeim" lagið
sem heiminum gat ekki breytt.
Kvölin er kúgun þeirra snauðu
sem var það eina sem Kristur gat veitt.
Þegar sársaukinn syngur vögguljóð
og slekkur í börnum lífsins glóð
þá setjum við aura í bauk
þá setjum við aura í bauk.
Íslendingar eru bláeyg börn
sem brosandi saklaus sér leika
en amerísk börn hafa byssugreind
stálið dýrka og dauðann þau teika.
Rauði björninn er hrumur á hormónagjöf
á hækjum frekar illa til reika.
Kvölin er kúgun þeirra snauðu
sem kunna ekki þá list að feika.
Veröldin er heimur á heljarþröm
af heimsku og illsku er meira en nóg
samt trúi ég á máttinn og mannkynið
menningu listir og lífsins gró.
Vonin er heilög, henni vil ég planta
í hjarta þitt bróðir, já heilum skóg.
Um Krist veit ég vissulega lítið
en ég veit fyrir hvað hann dó.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





